Neftóbaksárásin eykur skuldavanda heimilanna

Hvers vegna má ekki ræða fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar vinstri manna? Jú, líklega vegna þess að það byggir á sandi og því er betra að þagga niður umræðuna. Þingmenn ríkisstjórnarinnar gera það með glöðu geði enda eiga þeir ekki rök í málefnalega umræðu.

Í leiðara Morgunblaðsins í morgun kom ágæt rök gegn fjárlagafrumvarpinu. Í honum segir meðal annars:

Ríkisstjórninni er sem kunnugt er sérlega uppsigað við neftóbak. Og hún fær útrás fyrir þá sérvisku í fjárlagafrumvarpinu. En neftóbaksárásin ein þýðir að skuldir íslenskra heimila munu á næsta ári hækka um meira en þrjá milljarða króna. Flestir þeir sem eiga að axla þær byrðar hafa aldrei notað neftóbak. Þessar upplýsingar náðist að draga fram á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gær. Og þarna er aðeins um að ræða smáanga af óupplýstum afleiðingum fjárlagafrumvarpsins. 

Þetta má semsagt ekki ræða, neftóbaksárásina á skuldastöðu heimilanna, heldur skal hún þögguð niður rétt eins og allt annað í fjárlagafrumvarpinu eða annan þann skaða sem núverandi ríkisstjórn hefur valdið almenningi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband