Ber fjölmiðill enga ábyrgð?

Líklegast er starf blaða- og fréttamanna eitt hið hættulegast sem um getur. Þeir sem um er fjallað virðast eiga óskorað skotleyfi á þá en fjölmiðillinn er einskis virtur í dómum, ekki frekar en stóllinn sem blaðamaðurinn situr í þegar hann skrifar frétt.

Þarna þykir mér freklega gengið á rétt blaðamanna enda er staðan óneitanlega sú að það er fjölmiðillinn sem er vettvangurinn. Ritstjórn hans í heild sinni hlýtur að bera ábyrgð á því efni sem er birt enda er blaðamönnum og öðrum greidd laun í hans nafni. Því hlýtur að vera rökrétt að fjölmiðilli beri alla ábyrgð en blaða- eða fréttamaður enga. 


mbl.is Greiðir útvarpsmanni milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband