Ójafnt einvígi, fyrirsjáanleg úrslit

Oddný G. Harðardóttir nýtur þess að hafa verið fjármálaráðherra í skamman tíma. Nógu lengi þó til að vekja athygli á sér og vera í umræðunni. Nægilega stutt til að þurfa ekki að svara fyrir fjárlagafrumvarpið og neikvæðum afleiðingum þess.

Hún nýtur þess umræðan í Samfylkingunni vefst um það eitt hvort „hætta“ sé á því að hvergi sé kona í forystu fyrir flokkinn í kjördæmum landsins.

Björgvin G. Sigurðsson er ekkert í umræðunn. Hann gefur ekki út bók, hann leiðir ekki neina þingnefnd sem heldur blaðamannafund en minnir raunarlega á hrunið. Þó hann hefði einhverja málefnalega stöðu fjallar umræðan í Samfylkingunni um allt nema pólitík.

Ójafnara einvígi hefur sjaldan verið haldið um forystusætið í prófkjöri Samfylkingarinnar. 


mbl.is Afgerandi úrslit komu á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ekki er hann burðugur Framboðslisti okkar Sjálfstæðismanna í Suðukjördæmi.Ég veit ekki hvers við eigum að gjalda..

Vilhjálmur Stefánsson, 17.11.2012 kl. 21:04

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekki alveg sammála, Vilhjálmur. Þarna er gott fólk og sumt mjög fært. Annars er alltaf ástæða til að hvetja nýtt fólk til að gefa kost á sér, þannig verða breytingar, oftast til góðs.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.11.2012 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband