Hverju hefur verið breytti til að þóknast ESB?

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag er fjallað um fyrirspurn Atla Gíslasonar, alþingismanns, til innanríkisráðherra og vill hann vita hvaða áhrif hugsanlega innganga i ESB hefði á dóms og löggjafarvald hér á land. Í svari ráðherrans kemur þetta meðal annars fram (feitletranir eru mínar):

Samstarf innan Evrópusamstarfsins gengur lengra en hefðbundið ríkjasamstarf. Þannig eru ýmsum stofnunum Evrópusambandsins, svo sem Evrópuþinginu og dómstól Evrópusambandsins, veittar heimildir til að taka ákvarðanir á sviði löggjafarvalds og dómsvalds sem eru bindandi fyrir aðildarríkin sem og einstaklinga og lögaðila í ríkjum sambandsins. 

Þarna er greinilega talað um fullveldisframsal frá ríki til stofnana ESB. Það leiðir hugann að því hvort Atli Gíslason hefði ekki frekar átt að spyrja forsætisráðherra þessarar þriggja spurninga:

 

  1. Hvaða hlutum stjórnsýslu, laga og reglna hefur verið breytt í kjölfar aðlögunarviðræðnanna ESB í því skyni að uppfylla skilyrði sambandsins um aðild?
  2. Hvenær tóku breytingarnar gildi? 
  3. Hvaða breytingar eru fyrirhugaðar á næsta hálfa árinu? 
Svörin við þessum spurningum eru grundvallaratriði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband