Engin afsökun hjá Ögmundi sem klórar í bakkann

Ogmundur, mbl

Hver er munurinn á því að biðjast velvirðingar á ummælum eða biðjast afsökunar? Án þess að ég hefi flett því upp þykir mér ljóst að sá sem biðst velvirðingar vill að einhver annar virði það sem hann sagði til betri vegar. Sá sem biðst afsökunar á ummælum sínum er einfaldlega að draga þau til baka og viðurkenna að hann hafi jafnvel haft rangt fyrir sér.

Þessu velti ég fyrir mér þegar ég las yfirlýsingu og viðtalið við manninn í Morgunblaðinu í morgun. Það varð mér tilefni til dálítilla vangaveltna.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur haft það að atvinnu í mörg ár að tala og eiginlega talar hann svo mikið að hann er orðinn snillingur í að afvegaleiða viðmælendur sína. Leiða má að því líkum að það sé ástæðan fyrir því að hann er af og til ráðherra.

Á þingi fór Ögmundur rangt með staðreyndir. Reyndar má halda því fram að hann hafi sagt ósatt þegar hann lét eftirfarandi út úr sér í þinginu:

Staðreyndirnar eru þessar: Ofsaveður gekk yfir Norðurland í fyrri hluta september. Önnur staðreynd: Enginn spáði þessu fyrir, engin varnaðarorð voru gefin út.

Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur, virðist hæglátur og kurteis maður. Í veðurfréttum Ríkissjónvarpsins á miðvikudagskvöldið sýndi hann í mestu rólegheitum spákortið sem gert var fyrir óveðrið í byrjun september.

Þá, og raunar fyrr, hefði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra átt að biðjast afsökunar í stað þess að reyna að klóra í bakkann og biðja fólk að virða það sér til betri vegar að hafa þó sagt eitthvað meira um eitthvað annað.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband