Vanstilling Valgerðar Bjarnadóttur

Enn hreyta þau ónotum í forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þingmann Samfylkingarinnar. Hún hefur verið sett út af sakramentinu hjá vinstra liðinu vegna þess að hún tekur starf sitt alvarlega sem forseti Alþingis.

Núna er það Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Halda mætti að þessi nefnd væri ígildi ráðherraembættis, svo stórt lítur Valgerður á sig um leið og hún kynnir sig með hroka í viðtali við Morgunblaðið í morgun:

Þegar ég lýsti þessu yfir tók ég jafnframt fram að ég myndi ekki leggja þetta formlega til. Ég heiti Valgerður Bjarnadóttir og er þingmaður og get haft þá prívatskoðun að ríkisendurskoðandi hefði átt að víkja á meðan þetta mál væri til skoðunar. Ég veit alveg að ég er ekki að tala fyrir hönd Alþingis ... 

Hún hafði fyrir því að hringja til Moggans og krefjast þess að við sig væri tekið viðtal svo hún gæti kynnt sig almennilega. Vanstilling hennar er slík að hún ætlar ekkert að láta þennan forseta Alþingis eiga neitt inni hjá sér og helst eiga síðasta orðið sjálft. Ekki er víst að það komi henni neitt til góða, hvorki í umræðunni né prófkjörsbaráttunni en hún vill leiða lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er orðið verulegt umhugsunarefni hversu þrálátar árásir þeirra Valgerðar og Björns Vals eru á Ríkisendurskoðanda.

Það dugir þeim þó ekki að ráðast gegn þeim embættismanni og því embætti sem hann stjórnar, heldur er ráðist af hörku gegn öllum þeim sem vilja taka á því máli af festu og samkvæmt lögum. Máli sem búið var til af Birni Val og hafði lítið að baki sér.

Nú er einuingis eftir sá tími sem leið frá því drög að skýrslu voru tilbúin og til þess tíma er BVG ákvað að leka henni til fréttastofu RUV, sem þetta fólk röflar um. Þó hefur sá ágæti maður, BVG, sagt að hann hafi vitað af þeim drögum strax árið 2009! Hvers vegna óskaði hann ekki eftir þeim þá strax!!

Ríkisendurskoðun hefur orðið fyrir töluverðri skerðingu á fjárlögum, samtímis stór auknum verkefnum. Það er því ekki í sjálfu sér neitt undarlegt þó skýrsludrög fari í óumbeðna bið, sérstaklega þegar þeir sem óskuðu eftir þeirri skýrslu bera sig ekkert eftir henni og sýna engan áhuga á að henni verði lokið.

Því er virkilegt umhugsunarefni hvers vegna þessar árásir VB og BVG eru svo þrálátar, jafnvel eftir að þau hafi misst öll sín vopn úr hendi.

Hvað er það sem Ríkisendurskoðandi er farinn að skoða, sem þau tvo telja svo mikilvægt að stöðva? Víst er að af nógu er að taka!

Gunnar Heiðarsson, 1.11.2012 kl. 19:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér fannst Vigdís tækla þetta vel í Kastljósinu, þar sagði hún nákvæmlega hvað er að embættinu, sem sat það hefur gert ákveðnar alvarlegar athugasemdir við ýmsar framkvæmdir VG og fleiri.  Þar tók hún Björn Val í nefið.  Átti samt ekki von á þessu frá Valgerði, hélt alltaf að hún væri heiðarlegri en þetta, en svo bregðast krosstré sem aðrir.  Þarna finnst mér hún hafa brugðist, eða er eitthvað þarna sem hún þarf að fela líka?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2012 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband