Forstjóri RÚV missir stjórn á sér

Ríkisútvarpiđ er furđuleg stofnun ţó hún ţykist vera opinbert hlutafélag. Öllum er skylt ađ greiđa til hennar fast framlag, skiptir engu hverjar tekjur fólks eru. Tćplega 20.000 krónur eru teknar af hverjum og einum, ungum sem öldnum, fáttćkum sem ríkum, atvinnulausum sem starfandi, einkafyrirtćkjum, einkahlutafélögum og hlutafélögum. Enginn sleppur.

Skrýtiđ er hvernig Ríkisútvarpiđ tekur á gagnrýni. Ritstjóri Morgunblađsins má ekki viđra skođun sína á Ríkisútvarpinu án ţess ađ forstjóri ţess missi gjörsamlega stjórn á sér. Páll Magnússon er svo afskaplega málefnalegur ţegar hann segir:

Ţađ er ekki lengur hćgt ađ svara ţví sem frussast út um samanbitna kjálkana á Davíđ ţegar hann fjallar um RÚV. Ţetta er eins og ţađ skrýtnasta í kveđskap Ćra-Tobba – eitthvađ illskiljanlegt og samhengislítiđ garg út í loftiđ. En Tobbi verđur ađ njóta sannmćlis. Flest ţađ sem hann samdi er auđvitađ miklu gáfulegra en heiftarţrugliđ í Reykjavíkurbréfum Davíđs.

Til samanburđar er hér hluti af ţví sem „frussast“ frá ritstjóra Morgunblađsins, Davíđ Oddsyni:

En ţótt „RÚV“ vilji fela ríkistengslin ţá fer ţađ iđulega međ yfirlýsingar eins og „útvarp ţjóđarinnar“ og fleiri slíkar og reynir beinlínis ađ ýta undir ţá tilfinningu međ ítrekuđum áróđri. Ţađ er eđlilegt ađ taka ţessa sjálfumglöđu stofnun á orđinu og um leiđ virđa hiđ mikla sjálfstraust hennar og einnig hiđ meinta traust ţjóđarinnar á stofnuninni.

Ţví er skynsamlegt ađ gera ţá breytingu ađ hafa valákvćđi í skattafrumvarpi fólks, ţar sem skattgreiđandi getur merkt viđ hvort hann vill ađ ţeir tugir ţúsunda, sem hafđir eru af honum sérmerktir á hverju ári, skuli ganga til „RÚV“ eđa til ađ mynda til einhvers háskóla landsins, náttúruverndarsamtaka, Kvenfélagasambandsins, ÍSÍ, Hjálparstofnunar kirkjunnar eđa Hörpunnar, svo dćmi séu nefnd.

Ekki vćri sem sagt gert ráđ fyrir ţví ađ menn gćtu sparađ sér skattgreiđsluna, ţví ţađ myndi sjálfsagt ýta undir fjöldaflótta frá „RÚV“, ţrátt fyrir meintar vinsćldir.

En á hinn bóginn ćttu skattgreiđendur val og myndu vćntanlega, ef marka má yfirlýsingar forsvarsmanna „RÚV,“ í yfirgnćfandi mćli láta sitt fé renna til stofnunarinnar fremur en annađ.  

Og nú geta lesendur boriđ saman tal Páls og „fruss“ Davíđs og metiđ ţađ á eigin spýtur hvor tilvitnunin sé málefnalegri og hvor höfundurinn hafi meiri sjálfstillingu í rökrćđu sinni  (feitletranir og greinaskil hér ađ ofan eru mínar). 

Persónulega finnst mér alvarlegt mál ef forstöđumađur ríkisstofnunar skuli ekki geta haft stjórn á sér og mćtt málefnalegri gagnrýni međ rökum. Er til of mikils mćlst ađ Páll Magnússon fari ađ lögum um opinbera starfsmenn. Í 14. grein ţeirra segir:

Starfsmanni er skylt ađ rćkja starf sitt međ alúđ og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gćta kurteisi, lipurđar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forđast ađ hafast nokkuđ ţađ ađ í starfi sínu eđa utan ţess sem er honum til vanvirđu eđa álitshnekkis eđa varpađ getur rýrđ á ţađ starf eđa starfsgrein er hann vinnur viđ.

Held ađ hann hafi brotiđ ţessa grein međ ummćlum sínum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sigurđur ţú kanski sérđ til ţess ađ nefskatturinn til RÚV sem Kúlulánadrottningin keyrđi í gegnum ţingiđ verđi afturkallađ og numiđ úr gildi, ţegar ţú kemst í Alţingi.

Ţetta vćri góđur og göfugur málstađur sem ţú gćttir eignađ ţér og notađ í kosningabaráttuni.

Kveđja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 28.10.2012 kl. 13:26

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Mun gera ţađ, en til ađ komast inn ţarf ég stuđning.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 28.10.2012 kl. 16:20

3 identicon

RÚV er sannarlega örvisa nátttröll sem á ekkert erindi í nútíma fjölmiđlaflóru.

Bákniđ burt!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 28.10.2012 kl. 17:16

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er alveg sammála lokaályktun ţessarar greinar ţinnar, Sigurđur. Yfirlýsing ţessa Páls er alveg ótrúleg og í engu samrćmi viđ skemmtilega vel rökstutt Reykjavíkurbréfiđ. Hann er beittari penninn ţar en í Efstaleitinu, Páll ofreisir sig og gerir ţađ ekki međ stćl.

Jón Valur Jensson, 29.10.2012 kl. 02:56

5 Smámynd: Geir Magnússon

Ţegar ég var í Hollandi kringum 1957-8 voru ţar 3 útvarpsstöđvar. Ef ég man rétt,ţá var ein rekin af verkalýđsfélögum, ein af kaţólikkum og ein af mótmćlendum.

Allir skattgreiđendur urđu ađ borga útvarpsskatt, en urđu ađ merkja á skattskýrslu hver hinna 3 fengi gjaldiđ.Ţetta olli samkeppni milli stöđvanna.

Ţetta ćtti landinn ađ taka upp. Kalla gjaldiđ útvarpsskatt og leyfa greiđanda ađ velja eina stöđina.

Geir Magnússon, 29.10.2012 kl. 07:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband