Fullveldisafsal og náttúruauðlindir

Sama fólk og vill að „náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign“ vill að ríkisstjórn landsins á hverjum tíma sé megi framselja fullveldi okkar til alþjóðlegra stofanna.

Ég nefni þetta vegna þess að á þessu tvennu er ójafnvægi í tillögum stjórnlagaráðs. Látum vera rökræður um lögfræðilega skilgreiningu á orðinu þjóðareign og höldum okkur við þá eðlilegu skýringu að það sé íslensk eign ekki erlend.

Sama er með fullveldi okkar, það er íslenskt, aðrir hafa ekkert með það að gera. Samkvæmt 111. grein virðist ríkisstjórn heimilt að færa alþjóðlegum stofnunum hluta eða allt fullveldið svo framarlega sem það er í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Mér er ómögulegt að finna út hvernig afsal fullveldist geti tengst friði og líklega er orðið sett inn til að gera greinina áferðarfallega. Hitt veit ég mætavel að til að ganga inn í Evrópussambandi þarf Ísland að láta af hendi stóran hluta af fullveldi sínu.

Í 34. grein tillagna stjórnlagaráðs segir svo um náttúruauðlindir:

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

Það hefur vakið athygli mína, raunar afar illyrmislega að ekki er með sambærilegum hætti kveðið á um fullveldi ríkisins í tillögunum. Í 111. grein tillagna stjórnlagaráðs segir:

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Hins vegar ætti þar að standa vegna þess að fullveldið er engu léttvægara en íslensk eign á landi:

Heimilt er að gera þjóðréttasamninga en þeir mega aldrei fel í sér framsal ríkisvalds til annarra landa eða alþjóðlegra stofanna. Íslenskt fullveldi er ævarandi bundið við íslenska þjóð og enginn getur fengið það eða réttindi tengt því, hvorki til skamms tíma né langs. 

Ég met fullveldi Íslands svo mikið að ég get aldrei samþykkt 111. grein stjórnlagaráðs og mun því segja NEI í við spurningunni um það hvort ég vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar að nýrri stjórnarskrá.

Svo velti ég fyrir mér hvers vegna ekki er spurt um 111. greinina í þeirri ráðgefandi skoðanakönnun sem fram fer næsta laugardag.

Að lokum er ekki úr vegi að benda á góða grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem Magnús B. Jóhannesson ræðir um þetta mál. Ég tek undir hvert orð í grein Magnúsar. Hann segir meðal annars:

Vegna þessa er ekki laust við að sú tilfinning læðist að manni að verið sé að smygla þessari grein í gegn með því að beina athygli fólks að veigaminni atriðum stjórnarskrárinnar. Framkvæmd skoðanakönnunarinnar virðist að þessu leyti vera gölluð og því lítur allt út fyrir að undirritaður neyðist til að hafna tillögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú sást þetta líka...

Ég var að klára að lesa þetta.

... ég á ekki til orð.

Annað hvort er textinn hafður lengri, bara "af því," eða hann er skyndilega orðinn beinlínis ógnvekjandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.10.2012 kl. 23:22

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Veit ekki hvað skal halda ... Sumir myndu nefna samsæriskenningar ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.10.2012 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband