Hefði sjálfstæðismaður sagt þetta ...

Setjum sem svo að forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins hefði látið út úr sér að „Óþarfi að amast yfir þessu“, og ætti við framkvæmdir Landsvirkjunar í Bjarnarflagi.

Þá yrði allt vitlaust. Jóhanna myndi standa upp og berja á honum og í kjölfarið kæmi Mörður og Marshall, Álfheiður og Árni Páll, Svandís og allir hinir með ákærur um stóriðjustefnu, náttúruskemmdir og allt það sem tilheyrir.

Svo er það hitt að það er ótrúlegt að Landsvirkjun skuli fara út í framkvæmdir í Bjarnaflagi í skjóli tíu ára gamals umhverfismats. Stundum flögrar að manni að fyrirtækið hugsi ekkert um almannatengsl og sé gjörsamlega alveg sama um álit fólks á því eða verkefnum þess. Það gengur auðvitað ekki að vaða áhfram í blindni og ætlast til þess að náttúra landsins og umhverfi sé einhver fjóshaugur. Bjarnaflag er ekki flag þó nafnið bendi til þess.

Enginn amast við Jóhönnu þó út úr henni hrökkvi orð sem beinlínis má túlka gegn náttúru- og umhverfisvernd. 


mbl.is „Óþarfi að amast við þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Umhverfismat er ekki endurnýjað reglulega vegna hentisemi öfga umhverfisverndarsinna sem vilja bregða fæti fyrir allar virkjanaframkvæmdir. Umhverfismat er gert með stöðluðum hætti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2012 kl. 12:35

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Sigurður satt segir þú með að ef þetta hefði verið Sjálfstæðisflokkurinn þá hefði allt orðið brjálað...

Annað mál er að Jóhanna skuli orða þetta  svona, og það segir okkur kannski að augu hennar eru að opnast fyrir því að timabili hennar er að ljúka og að síðasta tímabil hennar skuli vera markað af svikum hennar og lygum um einhverja endurreisn og Björgun Þjóðinni til er náttúrulega ekki gott eftir 34 ára setu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.10.2012 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband