Hvort er Þór Saari fasisti eða bjáni?

???#1523DC
Ferðamennskan sviptir okkur Íslendinga því umhverfi sem við búum í og höfum alist upp í. Við getum ekki lengur farið á Þingvöll og notið þess að standa á hakinu og horfa á Þingvelli. Við getum ekki lengur farið á Gullfoss og Geysi og notið þess að fara þangað því það eru þúsundir útlendinga þar sem að trufla mann í sínu eigin landi.
 
Þetta segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, í endursögn visir.is af viðtali við manninn í síðdegisútvarpi Bylgjunnar. Og þingmaðurinn segir ennfremur

Menn virðast ætla að fara sömu leið í þessu máli eins og þeir fóru með síldina á sínum tíma og með fiskistofna síðar og virkjanir. Það er allt lagt undir í einu til að græða sem mest á sem skemmstum tíma. Það er staðan sem ferðaþjónustan er í núna. [...]
 
Þetta mun ekki ganga upp. Ég vil ekki sjá Íslendinga svipta sínu landi fyrir einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu," sagði Þór í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.

Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum.
 
Hvernig á að rökræða við svona menn? Hef varla hugmynd um það en eitt veit ég að ef einhver þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði látið svona út úr sér hefði hann umsvifalaust verið kallaður fasisti og jafnvel rasisti.
 
Ég held að Þór Saari sé hvorugt. Þessi málflutningur bendir einfaldlega til þess að hann sé bjáni eða rugludallur. Vona þó hans vegna að visir.is hafi haft rangt eftir honum eða hann hafi verið að gera að gamni sínu.
 
„Ísland fyrir Íslendinga“. Einhver nasistískur hljómur í þessu.
 
Svo er það spurningin mikilvæga, hvernig á að draga úr ásókn útlendinga til landsins. Getum við lokað Reykjavík fyrir útlendingum, tja til dæmis aðra hverja viku á sumrin? Eigum við að takmarka ferðir útlendinga á Þingvöll til dæmis með því að hleypa bara einum þangað inn fyrir hverja þrjá Íslendinga sem þaðan fara út? Eða eigum við að hafa þetta einfalt og loka Hressingaskálanum í miðborg Reykjavíkur fyrir útlendingum svo Þór Saari geti fengið sér íslenskan kaffisopa í friði.
 
En segið mér, þið sem skiljið hugsun Þórs, hvað er eiginlega það sem íslendingar hafa en útlendinga vantar? Svona fyrir utan þetta fallega land okkar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þór Saari er rugludallur og það eru að jöfnu allir þeir sem ekki geta unnið með öðrum en sjálfum sér.  Hann rær á sama borð og vingullinn Steingrímsson og þess vegna skilar puð þeirra engum þjóðhagslegum árangri.  En þeir eru stoltastir manna yfir eigin ágæti og mega þeir springa af því stolti mín vegna .   

Útlendingar hafa minni minnimáttar kennd eins og tildæmis sést á því að þá ég hef verið ferðamaður á Bretlandseyjum hef ég aldrei verið spurður um það hvernig mér líki Bretland, en ég er gjarnan spurður um Ísland og íslensk málefni. 

Verði ég of nákvæmur þá er ég gjarnan sakaður um að hafa rekið þá frá fornum fiskimiðum sínum.  En þegar ég hef skírt það mál og gert góðlátlegt grín að gæslu þeirra að eigin lögsögu þá verða á stundum óþægilega margir til að bjóða mér bjór.        

Hrólfur Þ Hraundal, 11.10.2012 kl. 07:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kannski er hann bara hvort tveggja?????

Jóhann Elíasson, 11.10.2012 kl. 07:48

3 Smámynd: K.H.S.

Nú er ég hissa. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að verða nokkurn tíma sammála flestu því er þór Sari segði um nokkurn skapaðan hlut. Í þessu máli er ég honum þó algjörlega sammála. Átti heldur ekki von á stimplunum um rasisma og nasimsa á skoðanir manna úr þessari áttinni.

Sannleikurinn er sá að Ísland ber alls ekki lengur þá aukningu sem orðin er á ferðamennsku um landið. Sá átroðningur hálendisins og flestra ferðamannastaða sem ferðamennskan veldur er fyrir löngu farinn að valda stórskemmdum á umhverfinu. Þetta segja landverðir, umsjónarmenn þjóðgarða og flestir þeir sem til þekkja og þora um að ræða, en óttast ekki ákúrur gróðafíklanna í iðnaðinnum, sem slíkt mega ekki heyra. Þessi átroðningur kemur því ekkert við hverrar þjóðar þú ert. Sama gildir um Íslenska ferðamenn sem erlenda. Það er minnst gert af því að byggja staðina upp til að þeir þoli átroðninginn.

Það er ekkert mál að hemja ferðamennskuna þó ekki sé farið útí þær aðgerðir er þú nefnir, mætti til dæmis sleppa því að ríkið sé að setja milljarða í áróðursherferðir fyrir meiri aukningu eins og núverandi ríkisstjórnin sem nú situr  gerði.

K.H.S., 11.10.2012 kl. 09:47

4 Smámynd: K.H.S.

Mátti sleppa þarna algjörlega.Margt felli ég mig ekki við eftir hlustun. Hlaut að vera.

K.H.S., 11.10.2012 kl. 10:21

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

En kæri Kári. Út á þetta gengur ekki málflutningur Þórs alþingismanns Saari. Hann talar ekkert um umhverfið eða náttúruna, aðeins fjöldann sem trufla hann á kaffihúsi eða þegar hann skoðar Þingvelli frá Hakinu. Hafir þú lesið pistlana mína þá hefðir þú séð að ég hef skrifað mikið um átroðning ferðamanna víða um land sem veldur beinlínis landskemmdum. Þetta eiga allir ferðamenn sök á. Líttu bara á gönguleiðina upp á Þverfellshorn í Esju, Hengilinn, Fimmvörðuháls og kafla á Laugaveginum. Um þetta veit Þór ekkert enda gengur hann ekki um landið, held ég. Ef hann tæki undir þessi mál með mér myndi ég ekki kalla hann bjánalegan eða þaðanaf verra.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.10.2012 kl. 10:32

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gott að vita, Kári. Bið þig afsökunar á því að hafa sent inn athugasemd mína áður en ég las þína seinni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.10.2012 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband