Er bara í lagi að rek´ana út á gaddinn?

Það er ekki bara sjávarútvegurinn sem tapar þegar engir peningar verða eftir í sjávarútvegsfyrirtækjum. Það verður ekki farið í nýbyggingar og öllum endurbótum verður haldið í lágmarki. Við það tapast mörg afleidd störf. Það er sem sagt ekki bara verið að taka frá hinum svokölluðu „kvótakóngum“ eða útgerðarfélögum heldur frá hinum ýmsu þjónustufyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Ég get ekki betur séð en að með þessu muni atvinnuleysi aukast og það svo um munar. Viljum við það?
 
Umræðan um veiðigjöld heldur áfram af fullum krafti. Almenningur skrifar í blöðin. Meðal þeirra er Ingibjörg Finnbogadóttir sem skrifar meðal annars ofangreint í grein í Morgunblaðinu í morgun undir fyrirsögninni „Er bara í lagi að reka okkur út á gaddinn?
 
Grein Ingibjargar er mjög yfirveguð og röi hennar eru skýr. Hún starfar hjá „vel reknu sjávarútvegsfyrirtæki sem hefur keypt allar þær veiðiheimildir sem það ræður yfir“. Ekki veit ég hvaða fyrirtæki það er og í raun kemur það málinu ekki við. Ingibjörg segir:
 
Ég fæ engan veginn skilið hvers vegna er í lagi að skattleggja eina starfsgrein langt umfram aðrar, enda eru veiðigjöld ekkert annað en skattlagning. Fiskurinn í sjónum er eign þjóðarinnar og þá hljóta vötnin, árnar og jarðhitinn að vera eign þjóðarinnar. Við hljótum þá líka að heimta gjöld af þeim sem nýta þesar auðlindir eða hvað?
 
Gallinn við þessa röksemdafærslu er að hún gleymir andrúmsloftinu. Ég hef stundum skotið því að í þessum pistlum mínum að ríkisstjórnin gæti hæglega skattlagt notkun þess. Nýtingin er líka svo mikil, allir draga jú andann og hvers vegna ættu þeir að sleppa við auðlindagjald. Legg til að mælir verðir settur á allt fólk. Samkvæmt útreikningum prófessors í viðskiptadeild Háskóla Íslands væri hægt að hafa um 30 milljarða upp úr þessari skattheimtu. Hægt að byggja aðra Hörpu fyrir þann aur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband