Við munum breyta ósanngjörnum lögum

Stjórnarsinnar ætla með ofbeldi að vaða yfir minnihlutann á þingi, útgerðarmenn, sjómenn, fiskvinnslufólk, sveitarstjórnir allt í kringum landið. Þeir halda því fram að þessir aðilar vilji „ráða efnislegri niðurstöðu veiðigjaldamálsins“.

Þegar fjallað er um mikilvæg mál er um vill þjóðin að minnsta kosti að haft sé samráð við hana, hún hafi eitthvað að segja um niðurstöðurnar. Norræna velferðarstjórnin neitar þjóðinni um þessa sjálfsögðu beiðni. Samstarf er ekki til í orðaforða hennar. Það er eitthvað fyrir aðra, ekki ríkisstjórnina.

Þegar rætt er um veiðileyfagjaldið taka stjórnarsinnar vart til máls en telja fjölda ræðna og lengd þeirra. Síðan fletta þeir upp í orðabókinni og kalla lýðræðislegar umræður málþóf. Aðrir velta því fyrir sér hversu lengi megi tala án þess að það sé kallað málþóf.

Stjórnarsinnar ræða vart frumvarpið sem kemur frá framkvæmdavaldinu, telja væntanlega slíkt ólýðræðislegt. Um leið finnst þeim það hin mesta ósvinna að einhverjir séu ekki sammála.

Þess vegna ætla þeir að lengja þingið inn í sumarið, reyna að þreyta stjórnarandstöðuna og þjóðina. Hamra stöðugt á því að lýðræðislegar umræður heiti málþóf þegar stjórnarandstaðan á í hlut.  

Vita skulu vinstri-grænir og samfylkingarmenn að löggjöf sem sett er á með svona ruddaskapa og án nokkurs samráðs verður breytt á næsta þingi eftir kosningar. Lýðræðishallinn verður leiðréttur sem og ósanngjörn skattheimta og lagasetning.


mbl.is „Vilja ráða efnislegri niðurstöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband