Jóhanna ætti að fá gulaspjaldið, jafnvel það rauða

Í fótboltaliði mega aðeins ellefu leikmenn spila í einu úti á velli. Þeir geta verið færri, eins og flestir vita. Komi það fyrir að tólf leikmenn séu inn'á í einu er leikurinn stöðvaður, sá tólfti fær viðvörun og tekin er aukaspyrna.

Á þingi eru þrjátíu og þrír leik... afsakið, þingmenn, og skiptast á milli flokka. Fari þingmaður flokks í leyfi kemur auðvitað varamaður inn í staðinn. Þegar sá fyrrnefndi kemur aftur fer hinn út.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fór til útlandsins. Varamaður kom í hennar stað. Forsætisráðherrann kom aftur, settist á þing og tók til máls, rétt eins og ekkert hefði í skorist. Varamaðurinn sat einnig sem fastast og ræddi um veiði og dekk (sjá Staksteina Moggans í dag). Auðvitað hefði þingforseti átt að gefa Jóhönnu gula spjaldið fyrir að hafa tekið til máls, að minnsta kosti að reka varmanninn útaf með veiðigræjur og dekk.

Út af þessu segir Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, og er þungt í honum, finnst eðlilega að virðing þingsins hafa sett niður.

Á fundi Alþingis á fimmtudag var atkvæðagreiðsla »um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga«. Samkvæmt þingsköpum geta alþingismenn kvatt sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna eða gert grein fyrir atkvæði sínu - og er sá réttur að sjálfsögðu bundinn við þá, sem atkvæðisrétt hafa. Á þessum fundi var Jóhanna Sigurðardóttir ekki alþingismaður heldur hafði hún tekið inn varamann, Baldur Þórhallsson. Henni bar því að sitja þegjandi í ráðherrastól sínum eða hverfa úr þingsal ella meðan á atkvæðagreiðslu stóð. Hún hafði með öðrum orðum sömu stöðu gagnvart þinginu og Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon meðan þau voru ráðherrar.

Með því að gefa forsætisráðherra orðið um atkvæðagreiðsluna urðu forseta Alþingis á alvarleg mistök, sem henni ber að leiðrétta úr forsetastóli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband