Góð grein Tryggvar Þórs um auðlindagjaldið

Ef ekkert er gert myndi fjara undan fyrirtækinu og það verða gjaldþrota á 3-4 árum. En auðvitað væri það óábyrgt hjá stjórnendum fyrirtækisins að fljóta á þann hátt sofandi að feigðarósi. Líklegra er að þeir myndu leita allra leiða til að hagræða og losna við skuldir sem reksturinn stendur ekki lengur undir. Sennilega væri skynsamlegt að selja frá sér kvóta til að greiða niður skuldirnar. Við það þyrfti að fækka skipum og draga saman í landvinnslu. Segja upp fólki. Þá væri hægt að selja eitthvað af skipum og greiða enn meira af skuldum.
 
Tryggvi Þór Herbertsson skrifar afskaplega málaefnalega og skilmerkilega grein í Moggann í morgun sem hann nefnir „Fall Fjarðarbyggðar“. Í henni rekur hann líklegar afleiðingar frumvarpa ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðilögum og er ofangreind tilvitnun úr greininni.
 
Tryggvi tekur rekstrarreikning útgerðarfyrirtæksins Ramma hf. á Siglufirði og heimfærir upp á hann afleiðingar frumvarpanna. Þá kemur í ljós að hagnaður fyrirtæksins upp á 638 milljónir króna breytist í tap uypp á 74 milljónir. Og reiknaður tekjuskattur og veiðileyfagjald hækkar aðeins um 203 milljónir króna, fer úr 357 milljónum í 916 milljónir.
 
Eigendur fyrirtækisins geta auðvitað ekki sætt sig við taprekstur og munu því leita leiða til að koma fyrirtækinu í rekstrarhæft horf. Það verður ekki gert öðru vísi en að selja tvo þriðju tæplega 14000 tonna kvóta, segja upp 200 starfsmönnu sem í dag eru 300 og því mun án efa fylgja minni umsvif og samlegðaráhrif fyrir Fjallabyggð.
 
Þetta er í hnotskurn sú staða sem útgerðarfyrirtæki landsins standa frammi fyrir verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðilögum að veruleika. Eins og ég hef áður rakið eru þessi frumvörp lög um skattheimtu undir því viðkunnalegu heiti auðlindagjald en eiga ekki sameiginlegt með auðlindarentu. Hér er um að ræða gamaldags aðferð stjórnmálamanna til að deila og drottna. Taka af þeim sem „græða allt of mikið“ og færa þeim sem ekkert græða. Niðurstaðan af þessu brölti er fyrst og fremst sú að allir tapa. Þróaðar fiskveiðar og framleiða sjávarafurða taka breytingum, markaðir tapast.
 
Þetta má ekki gerast. Við höfum ekki efni á tilraunastarfsemi á þessum erfiðum tímum. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta barátta við ríkisstjórn sem hefur lagst gegn atvinnulífinu, barist gegn leiðréttingu skulda heimilanna, reynt að skuldsetja ríkissjóð með Icesave og ekkert getað gert til að draga úr atvinnuleysi. Þetta er gjaldþrota ríkisstjórn hvernig sem á málin er litið. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband