Ákæruvaldið fullyrðir án vitneskju

Það verður ekki ráðið að rannsakað hafi verið á nokkurn hátt af hálfu ákæruvaldsins að hvaða leyti þessar aðgerðir voru raunhæfar. Hvaða áhrif hefði t.d. stórfelld eignasala fyrir tilstilli stjórnvalda getað haft á orðspor bankanna. Ákæruvaldinu bar að rannsaka þetta. Sakfelling verður ekki byggð á hreinum getgátum eða eftiráskýringum. Umrædd hætta sem steðjaði að ríkissjóði hvergi skilgreind.

Svo segir Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde fyrrum forsætisráðherra, fyrir landsdómi í morgun í endursögn blaðamanna Morgunblaðsins. Í þessum orðum endurspeglast stór hluti málssóknar meirihluta Alþingis. Hér er um að ræða atlögu að pólitískum andstæðingi. Saksóknari veit það en engu að síður heldur hann málinu áfram - eiginlega í blindni. Orð eru marklaus ef engin rök fylgja.

Tiltölulega auðvelt er að færa sönnur á að gáleysislegt aksturlag bílstjóra hafi getað skapað hættu fyrir aðra í umferðinni. Eða að meðferð eldfimra vökva hafi verið ábótavant. Allir vita hvaða afleiðingar slíkt getur haft.

Málið þegar á að sýna fram á hvað fyrrum forsætisráðherra hefði átt að gera til að koma í veg fyrir hrunið. Átti hann og meirihluti Alþingis að ráðast að bönkunum með löggjöf sem hefði knúð þá til sölu á eignum eða flutning úr landi á hluta eða öllu leyti. Hætt er við því að afleiðingarnar hefður orði þær að bankarnir hefðu fallið, svo illa sem þeir sannarlega stóðu á árinu. Hver bæri þá ábyrgðina?

Það er einfaldlega ekki hægt að ákæra mann og segja að hann hefði átt að gera „eitthvað“. Útskýring og nánari rökstuðningur á þessu „einhverju“ þarf nauðsynlega að fylgja. 

Hins vegar er þessi röksemdafærsla Andra lögmanns í bergmáli frá tísti blaðamanna Morgunblaðsins alveg óborganleg: 

Bankar eiga engan lögvarinn rétt á því að fjármunum skattborgara sé varið til björgunar þeirra.

Er þetta ekki kjarni málsins?


mbl.is „Brot á góðri ráðsmennsku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband