Kínverji sprengir ríkisstjórnarsamstarfið ...

Helgin sem nú er að líða hefur einkennst að miklum vígaferlum innan hinnar norrænu velferðarstjórnar. Athygli vakti að forsætisráðherra gerði lítinn ágreining við innanríkisráðherra vegna ákvörðunar þess síðarnefnda um jarðarkaup Kínverjans.

Þingmenn Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi tóku sér leikskólakennara til fyrirmyndar í almanntengslum og sögðust bandbrjálaðir. Vinstri grænir voru sammála sjúkdómsgreiningunni.

Af miklu offorsi hjólaði forsætisráðherra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna frumvarps um breytingar á fiskveiðilögum. Þótti stjórnmálaskýrendum víst að nú væri ráðist á Albaníu fyrir það sem gerðist í Sovétríkjunum. Með öðrum orðum, forsætisráðherra ræðst á sjávarútvegsráðherra til að fá útrás fyrir gremju sína vegna Kínverjans.

Fannst mörgum skrýtið að innanríkisráðherra mætti koma með fyrirframákveðin mál á ríkisstjórnarfundi en ekki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Formaður þingflokks Vinstri grænna, sem er þekktur mannasættir, telur annað hvort réttast; að berja Jón Bjarnason eða svifta hann ráðherradómi.

Þingmaður Samfylkingarinnar hyggst leggja fram frumvarp um breytingu á lögum svo Kínverjar megi framvegis kaupa jarðir á Íslandi.

Þingmaður Vinstri grænna hyggst leggja fram frumvarp um breytingu á lögum svo Kínverjar megi aldrei kaupa jarðir á Íslandi. Stjórnmálafræðingar telja að báðar breytingarnar verði samþykktar.

Þess má að lokum geta að leikmaður Mannséstersittí skoraði í dag sjálfsmark. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Svo verða kannski sett lög sem banna að það verði sprengdir "kínverjar" um komandi áramót.... alla vega í nafni björgunarsveita....

Og verður ekki að telja líklegt að það komi fram frumvarp fyrir jólin sem banna það að "sprengja" ríkisstjórnir hér á landi...? Reyndar virðist núverandi ófær um flest og meira segja skilur hún ekki sjálf þegar hún hefur í raun "sprungið á limminu".....!

Ómar Bjarki Smárason, 27.11.2011 kl. 23:35

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvað viltu gefa henni lang líf Ómar Smári? Verða kosningar eða kemur flokkur í stað flokks?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.11.2011 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband