Skopmyndir sem listaverk og ádeila

Helgi, ESB

Skopmyndir í dagblöðum hafa víða mikla sérstöðu. Þær eru stæling á raunveruleikanum, listamaðurinn sýnir lífið og dægurmálin í öðru ljósi en venjulega tíðkast. Hann gerir grín að fólki og málefnum og oft fylgir kaldhæðni eða beitt gagnrýni.

Helgi Sigurðsson, auglýsingateiknari, teiknar annan hvern dag fyrir Morgunblaðið og hefur gert það í um eitt ár. Myndirnar hans eru oftast einstök listaverk enda lítur hann á umhverfi sitt af með augum alþýðumannsins sem er fylgist grannt með en undrast umræðuna og hversu einhæf og röklaus hún oft á tíðum er.

Ég hef verið þeirrar ánægju aðjótandi að hafa átt viðskipti við Helga í um fimmtán ár. Samskipti okkar byrjuðu með því að ég annaðist bókhald og skattskil fyrir hann. Síðar hef ég leitað til hans sem fagmanns. Hann hefur hannað bækur og bæklinga fyrir mig og þá aðila sem ég hef unnið fyrir, gert auglýsingar í dagblöð, tímarit og vefsíður, kynningarblöð af ýmsu tagi og fleira og fleira. Á því sviði er hann afskaplega vandaður og mikill fagmaður og sanngjarn í verðlagningu.

Eurosucker

Stundum spjöllum við um stjórnmál. Helgi er hvergi flokksbundinn en það væri rangt að segja að hann væri ópólitískur. Hann hefur skoðanir og lætur þær í ljós.

Eftir að Helgi byrjaði að teikna fyrir Morgunblaðið áttaði ég mig fyrst á hversu hvass hann getur orðið. Hann hefur þau grunngildi sem margir hafa misst sjónar á í hrærigraut dægurmála.

Ekki veit ég hvaða skoðun Helgi hefur á inngöngu í ESB. Honum líst greinilega ekkert á aðstæður í Evrópu. Í því ljósi hefur hann líklega teiknað myndina sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, þriðjudag.

Fyrir nokkru var mikið rætt um kröfu stjórnvalda sem vildu skilyrðislaust fá allan afgangsgjaldeyri í bankanna. Þá teiknaði Helgi neðri myndina. 

Það er nokkuð síðan ég áttaði mig á því að myndirnar hans Helga endurspegla ekkert endilega skoðanir hans á mönnum eða málefnum. Hann litast einfaldlega um sviðið og leggur þar til atlögu þar sem hann sér lag til þess. 

Helgi sigurðsson er prýðilegur arftaki Sigmunds sem teiknaði skopmyndir í áratugi í Morgunblaðið og er enn sárt saknað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband