Svört vinna handan sársaukamarka

Fyrir öllu eru takmörk. Ég hef áður nefnt það að einhvers staðar liggur lína sem kalla má þolmörk eða jafnvel þolinmæðismörk. Sé farið yfir hana brestur eitthvað. 

Það gengur sannarlega út yfir allan þjófabálk að ráðast í „sérstakt átak til að hvetja til þess að atvinnurekendur og launþegar standi rétt að samningum sín á milli,“ eins og segir í þessari frétt mbl.is.

Þegar skattheimta er orðin svo mikil eins og hún er hér á landi bresta þolmörk og til verða sársaukamörk. Hvað á sá að taka til bragðs sem hefur um það að velja að vinna sér inn 100.000 krónur á svörtu eða fá aðeins 52.000 krónur.

Ég þekki fjölda fólks sem eru í þeim aðstæðum að grípa fegins hendi eitt hundrað þúsund krónurnar. Ég þekki líka fólk sem býsnast yfir því að þá sé verið sé að stela frá samfélaginu, leggja ekki það til sem þarf, fólk sem talar fjálglega um heilbrigðismál og félagsmál en hefur aldrei staðið í þeim sporum að þurfa að skrapa botninn á buddunni til að eiga fyrir nauðsynjum.

Ríkisskattstjóri segir að „vísbendingar væru um að svört atvinnustarfsemi hefði aukist að undanförnu“. Þetta er rétt hjá honum. Til viðbótar má þess geta að opinberar álögur á eldsneyti hafa dregið úr akstri fólks, þrengt í ólinni hjá landsbyggðarfólki. Fólk bruggar, stendur í skiptivinnu, bílar eldast og hægt er að láta gera við bílinn svart, hægt er að kaupa gistingu á svörtu og Samfylkingin heldur fundi í skólum til að þurfa ekki að greiða hótelum eða veitingastöðum uppsett verð fyrir salarleigu.

Skítlegt ástand í boði ríkisstjórnar vinstri flokkanna. Og nú eigum við „að standa rétt“ að málum annars kemur Skúli Eggert á eftir manni. 


mbl.is Meira um svarta vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það er aðeins hægt að hækka skatta upp að vissu marki - (þolmörkum) -, það er að segja upp að því marki að allt efnahagskerfið hrynur.

Til þess að fá meira inn í skattakassann, þá þarf að lækka skattaprósentuna, og afnema alveg suma skatta, - og svo er lykilorðið, ... gerið fiskiveiðar frjálsar.

Tryggvi Helgason, 14.6.2011 kl. 15:46

2 Smámynd: ViceRoy

Hvað gerist þegar ríkið hækkar álögur á áfengi? Fólk fer í brugg og landasala eykst... sala ÁTVR minnkar...

Hvað gerist þegar kaupmáttur minnkar, laun hækka og verð hækka í kjölfarið? Lánin hækka... erum við að bæta eitthvað? Ef kaupmáttur minnkar og laun hækka og verð hækkar og í kjölfarið lán, erum við ekki hugsanlega að skerða kjör okkar enn frekar? 

Hvað gerist þá? Auðvitað fer fólk að hugsa til svartrar vinnu sem það getur sett laun sín bein í vasann og aukið innkomu heimilisins! 

Ekki að allir gera það, en nokkuð margir hugsa ég. 

ViceRoy, 14.6.2011 kl. 23:55

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Liggur galdurinn ekki í því eins og í orðum Tryggva felst, að gera aðstæður þannig að fólk greiði skatta sína og gjöld, hvaða nafni sem þau heita. Það gerist ekki ef farið er yfir þolmörk og alls ekki ofan sársaukamarka.

Það er eitt að taka hugmyndafræðilega afstöðu gagnavart svartri vinnu og viðskiptum og annað að vera í slíkum aðstæðum að hugmyndafræðin skipti eki máli ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.6.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband