Helgi misskilur stöðuna herfilega ...

Helgi Hjörvar alþingismaður talar eins og hann viti ekki um hvað barist er um. Hann veit ósköp vel að það sem skiptir mestu máli er atvinna fyrir 15.000 manns sem eru atvinnulausir í dag. Hins vegar baðar Helgi út öllum öngum, rétt eins og aðrir stjórnarsinnar, og reynir að beina athyglinni að allt öðru.

Þjóðin lifir í kreppu. Þúsundir manna hafa ekki atvinnu. Fyrirtækin í landinu eru mörg hver fjárvana og hins vegar er búið að skola burt skuldum annarra. Ójafnvægið er gríðarlegt.

Ofan á þetta er skuldastaða heimilanna. Ríkisstjórnin hefur tekið þá afstöðu að ekkert sé frekar hægt að gera fyrir heimilin, nóg hafi verið gert fyrir þau rétt eins og vegna atvinnuleysisins.

Þetta er hrikaleg staða og aðeins vegna þessa verður að henda þessari ríkisstjórn út í ystu myrkur. Við þurfum á nýjum kosningum að halda. Kvótakerfið er ekki vandamál dagsins, ekki heldur stjórnarskráin, forsetinn eða Icesave. Hrunið er ekki einu sinni vandamál dagsins í dag. Það sem mestu skiptir eru þær lausnir sem meirihlutinn á Alþingi hefur fram að færa. Því miður eru þær engar.

Vandamál dagsins eru þeir sem ekki hafa vinnu og ástæðan fyrir því að atvinnulífið kemst ekki í gang. Helgi veit þetta en hann er bara málaliði sem er að vinna vinnuna sína, talar vélrænt og engin eldmóður að baki.


mbl.is Orrusta um auðlindir þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Helgi misskilur ekkert stöðuna. Hann neitar hins vegar að horfa í augu við hana.Hann veit mæta vel að þau geta þetta ekki.

Það er ekki nóg að útvega 15.000 manns vinnu, það þarf að byggja upp og undirbúa atvinnutækifæri fyrir 3000 viðbótar einstaklinga á hverju ári. 

Eggert Guðmundsson, 9.6.2011 kl. 11:40

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er alveg rétt hjá þér. Margir gleyma því að nýtt fólk kemur árlega út á vinnumarkaðinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.6.2011 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband