Aska getur fallið á öllu suðausturlandi

_skufall_1085698.jpg

Loksins er búið að staðsetja eldgosið. Freystenn Sigurðsson, jarðeðlisfræðingur, segir það vera í SV horni Grímsvatna, „á nokkuð hefðbundnum stað, þar sem hefði gosið áður. „Það er ljóst að þetta er miklu meira gos en gosið 2004.“

Þá vitum við það loksins, fimm tímum eftir að gosið hófst. Mér finnst þetta ekki nógu gott miðað við þá tækni sem fyrir hendi er. Ég reiknaði með því að gosið væri norðar, í NV horni Grímsvatna. Reyndist ekki sannspár.

Í fyrra var ekki ljóst hvar fyrra eldgosið væri, hvort það væri neðarlega í Eyjafjallajökli eða á Fimmvörðuhálsi. Það leið og beið. Ég var á meðan orðinn nokkuð viss um að það væri á Hálsinum, annað hvort við Fimmvörðuhrygg eða við sigdældina sem félagar mínir uppgötvuðu fyrir nokkrum árum. Gosið reyndist vera á síðarnefnda staðnum.

Miklu skiptir hvar gýs. Hefði gosið í Bárðarbungu væri allt annað uppi á tengingnum. Bárðarbunga er ógnvænleg eldstöð, eins sú stærsta á landinu. Þar er gríðarlega stór og djúp askja. Ég held að jarðfræðingar óttist mest af öllu gos þarna. Hins vegar er ljóst að eldgos í Grímsvötnum tengjast Bárðarbungu. Ef til vill losa Grímsvötn þrýsting af fyrrnefnda staðnum.

Gosin í Grímsvötnum hafa verið frekar máttlaus á undanförnum áratugum og varla er að búast við öðru en að þetta verði álíka. Það byrjar hins vegar með krafti eins og fram kemur í viðtalinu við Freystein.

Svo er það þetta með öskufallið. Eftir að hafa skoðað veðurspár fyrir næstu daga má gera ráð fyrir því að aska falli allt frá Hornafirði í austri að Vík í vestri. Spáð er norðlægum áttum, vindur slær sér nokkuð til og frá. Svo er það spurningin hvernig háloftavindar haga sér og þá hversu hátt mökkurinn nær. í kvöld og nótt hafa fréttir borist af öskufalli frá Höfn í austri og vestur fyrir Klaustur.

Samkvæmt vefmyndavélum Vegagerðarinnar er blint við Kvísker og sama við Lómagnúp. Í ljósi þessa má ætla að öskufallið verði eins og sjá má á meðfylgjandi korti.


mbl.is Gæti haft áhrif á flugumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sæll, meinarðu ekki að loks  sé búið að "staðsetja" gosið? það er löngu ljóst að gosið sé staðreynd.

Guðmundur Júlíusson, 22.5.2011 kl. 01:48

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú misskilur, Guðmundur. Gosið var staðreynd en ekki staðsetningin.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.5.2011 kl. 01:54

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fyrirgefðu Guðmundur. Er núna búinn að leiðrétta þetta. Mín mistök.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.5.2011 kl. 01:56

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ekki málið kæri vin, takk fyrir frábært blogg

Guðmundur Júlíusson, 22.5.2011 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband