Vel hugsað, vel skrifað

Stundum rekst maður á góðar greinar í dagblöðum eða á vefsíðum. Oft verða þær til þess að maður áttar sig á stöðu mála og allt verður skýrara í huga manns. 

Í Mogganum í morgun rakst ég á tvær góðar greinar á sömu blaðsíðunni. Í leiðaranum ræðir höfundurinn um hræðsluáróður þeirra sem vildu að þjóðin samþykkti Icsave samninganna í vetur. Í greininni segir:

Það voru ekki aðeins sjálfskipaðir talsmenn sem fóru mikinn. Kjörnir og skipaðir fulltrúar almennings létu ekki sitt eftir liggja. Icesave var fellt afdráttarlaust, svo ekki þarf lengur að hafa „ef“ sem fyrirvara á um- ræðunni. Ekkert af því sem hótað var gerðist. Þvert á móti. Lánsfjárkostnaður hækkaði ekki eins og hótað var. Hann lækkaði. Moody’s lækkaði ekki mat á lánshæfi Íslands eins og hótað var að gerast mundi. Á Íslandi varð ekki „efnahagslegt öngþveiti“ eins og sjálfur forsætisráðherra landsins leyfði sér að fullyrða við erlenda fjölmiðla að myndi gerast félli Icesave. 

Og síðar í sömu grein segir:

Nauðsynlegt er að trúverðugir aðilar fari yfir hótanir og heimsendaspár opinberra aðila, þeirra sem bera eiga ábyrgð gagnvart almenningi og fái á þeim skýringar. Nú er ekkert „ef“. Nú er vitað að farið var með bábiljur. Voru hin kjörnu og skipuðu yfirvöld svo illa vaxin til sinna verka eða á framgangan aðra og daprari skýringu? 

Við þetta er ekkert að bæta nema taka undir það sem segir í seinni hlutanum hér að ofan.

Ívar Páll Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu segir í pistli á leiðarasíðu Morgunblaðsins í morgun. Hann er að fjalla um misskilning og ranghugmyndir stjórnmálamanna á eðli ssamfélagsins og segir:

Það er ofvaxið skilningi þess stjórnmálamanns að skattahækkanir skuli ekki skila sér að fullu í ríkiskassann. Hann lítur á kýrnar í þessu landi sem skattstofn, ekki lifandi verur. Hann reiknar sig upp í stórauknar tekjur miðað við hinar og þessar skattprósentur. Honum dettur ekki í hug að fólkið í landinu framleiði minna þegar það nýtur minni ávinnings af framleiðslunni.

Þessi stjórnmálamaður horfir á hagkerfið eins og kvikmynd sem búið er að setja á pásu. Hann heldur að hægt sé að gera verðmæti stundarinnar upptæk, án þess að það hafi áhrif á verðmæti framtíðarinnar. 

Þetta er nákvæmlega það sem hefur gerst hér á landi. Ríkisstjórnin blóðmjólkar almenning og fyrirtæki í og skilur svo ekkert í því að minni peningar komi í kassann. Ástæðan er einföld. Hafi fyrirtæki og almenningur ekki ávinning af því að vinna mikið og framleiða vel þá gerist það einfaldlega ekki. Er þetta einhver ofurhagfræði sem aðeins útvaldir skilja. Nei, þetta vita allir sem á annað borð hafa heilbrigða skynsemi - þó ekki ríkisstjórnin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Sigurður fyrir að vekja athygli á þessum ágætu greinum, sem ég las reyndar í morgunn. 

Það er stór undarlegt hvað sumu fólki líðst og kemst upp með, en ekkert gerist þannig að þetta sama fólk getur sem best snúið sér að næsta máli með sama lygaþvættinginn og hörmunga spárnar. 

Þetta fláráða fólk og lyga merðir virðast vera gersamlega ósnertanleg fyrir bæri í okkar samfélagi og er Það verulega um hugsunar vert.

 

    

Hrólfur Þ Hraundal, 17.5.2011 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband