Leikflétta til að leyna kostnaði vegna Icesave

Umboðsmaður Alþingis lætur það mál til sín taka sem fjármálaráðherra ætlar að geyma fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslunna. Allt bendir til þess að niðurstaðan henti honum ekki fyrir laugardaginn. Eins og fram kom á vefsíðu Björns Bjarnasonar í gær. Hann segir meðal annars:

Höfuðatriði málsins eru þessi: Fyrirspurnir berast til fjármálaráðuneytis frá Morgunblaði og RÚV um kostnað við gerð Icesave III. Þegar Steingrímur J. hefur engin efnisleg rök fyrir að neita að svara, felur hann Birni Vali að leggja fyrir sig munnlega fyrirspurn á alþingi. Eftir að hún kemur fram neitar Steingrímur J. að svara fjölmiðlum á undan Birni Vali. Þegar fyrirspurnin hefur verið sett á prentaða dagskrá þingsins kippir forseti alþingis henni þaðan á brott og boðar að hún komi aftur á dagskrá 11. apríl, það er eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Fjölmiðlar sitja án svara og þingheimur lætur sér þetta lynda enda samþykktu tveir þriðju þingmanna Icesave III, illu heilli.

Maður er auðvitað hálfskelkaður þegar flett er svona ofan ráðherranum sem alla daga vill að almenningur fái þá mynd af sér að hann sé heiðarlegur og vinnusamur. Það er nú öðru nær.

Björn lýkur pistli sínum á þennan hátt:

Hvort sem menn vilja viðurkenna það ekki er augljóst að með því að segja já við Icesave-lögum Steingríms J. eru þeir að leggja blessun sína yfir forkastanlega stjórnarhætti. Steingrímur J. mun aðeins færast í aukana komist hann upp með Icesave III.  Hann telur sig hafa í fullu tré við þingheim eftir Icesave-atkvæðagreiðsluna þar eins og leikrit hans og Björns Vals til að leyna kostnaði við gerð Icesave III sýnir. Bregði þjóðin ekki fæti fyrir Icesave III lög Steingríms J. er það ekki aðeins ávísun á hærri skatta og óviðunandi skuldastöðu ríkissjóðs heldur einnig á enn frekara ofríki af hálfu stjórnmálamanns sem svífst einskis til að halda í völd sín. 

 Ástæða er til að fagna aðkomu embættis umboðsmanns Alþingis. Ekki síðar en á föstudaginn fær almenningur þessar upplýsingar. Þó má alveg búast við því að vegna bilana í tölvukerfi nái fjármálaráðherra ekki að senda þær út til fjölmiðla ... 


mbl.is Vill skýringar fjármálaráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Sigurður og gott að sjá að umboðsmaður Alþingis er komin í málið...

Manni finnst eins og það sé hroki og mikilmennska sem ráði hegðun Fjármálaráðherra frekar en að hann reyni allt sitt til að upplýsa okkur þjóðina um stöðuna eins og hún er....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband