Kva ... ertu að fótósjoppa myndirnar?

033_-_version_3.jpgLómagnúpur er einstakt fjall í orðsins fyllstu merkingu. Ég hef oft átt leið framhjá honum, ekki enn klifið’ann, en aldrei séð fjallið eins tilkomumikið eins og þann morgun í mars árið 2000 er ég tók meðfylgjandi mynd á slidesfilmu.

Myndin er stofustáss og þess vegna er ég oft spurður að því hvort ég hafi „fótósjoppað“ myndina. Og sé ég ekki nógu snöggur að svara er því iðulega bætt við að ég hljóti nú að vera ansi hreint góður með Photoshop forritið.

Nei, ég hef ekki átt við myndina er legg það ekki í vana minn að breyta myndunum mínum.

dsc_0015_090929_-_version_2.jpg

Í sumar hélt ég litla ljósmyndasýningu og þar sýndi ég meðal annars næstu mynd. Hún er af gamla Kaupfélagshúsinu á Skagaströnd og ég tók hana seint í september. Sólin var þá lágt á lofti en svo sterk að hún virkaði eins og galdrageisli er afhjúpaði viðgerðir og endurbætur á húsinu, - jafnvel frá upphafi.

Þá var ég spurður hvort myndin væri eitthvað „fótósjopptrix“ hjá mér. Nei, svaraði ég mæðulega. Ég kann einfaldlega ekki á Photoshop og breyti ekki myndum mínum. Það kemur þó fyrir að ég lagfæri myndir, klippi, rétti við, lýsi, eyk við eða minnka kontrast og svo framvegis.

dsc_0223_-_version_2.jpg

Á sömu sýningu var önnur mynd sem mörgum fannst með ótrúlega „óeðlilegri“ litasamsetningu. Hún sýnir húsin á golfvelli Golfklúbbs Skagastrandar og Steinnýjarstaðafjall baðað hnígandi skammdegissól enda myndin tekin um miðjan janúar. Blár himinninn þótt ekki alveg eins og heimamönnum samþykkja en það gerir ekkert til því þeir virðast hvort eð er ekki svo ýkja minnisgóðir. Gera sér jafnvel ekki grein fyrir stórkostlegri birtu og skýjafari við Húnaflóa. Víða hef ég farið en þarna eru aðstæður í orðsins fyllstu merkingu ... himneskar. Kjöraðstæður fyrir áhugaljósmyndarann svo fremi sem hann hefur myndavélina ávallt nærtæka.

101105-111_strandir.jpg

Og lokst náði ég mynd sem gerði marga kjaftstopp. Hvernig í ósköpunum er hægt að taka svona mynd? spurðu þeir. Ekki svo að færni mín í ljósmyndun væru svo merkileg, allir vita að hún er það ekki. Heldur hafði enginn séð útsýnið yfir Húnaflóa til Strandafjalla eins og myndin sýnir.

Hingað til hefur því ekki verið haldið því fram að myndin sé „fótósjoppuð“. Það gleður hjarta mitt. Hins vegar má taka það fram að hún er samsett, panórama. Tvær myndir skeyttar saman til að ná meiri breidd. Í forgrunninn er Spákonufellshöfði á Skagaströnd. Myndin er tekin í byrjun nóvember. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband