Megum við greiða atkvæði um samninginn?

Auðvitað er sjálfsagt að íslenska ríkisstjórnin stundi þá iðju að rukka vanskil fyrir útlenda og jafnvel innlenda kröfuhafa. Verra er auðvitað þegar skuldararnir eru horfnir af yfirborði jarðar, en þá er víst sjálfsagt að dreifa fjárhæð vanskilanna á alla Íslendinga.

... en bíðið við! Á þetta aðeins við um vanskil gjaldþrot banka? Hvað með öll hin vanskilafyrirtækin og einstaklingana? Jú, við megum líklega eiga von á því að fá rukkun frá dílernum sem tapaði fullt af dópi á því að reyna að senda aumingjans Íslending frá Brasilíu til Spánar. Einnig bílaframleiðandanum sem fékk ekki greiðslu frá gjaldþrota umboðinu eða ... fjárkröfur frá þeim sem töpuðu fjármunum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Og svo megum við, aumur almúginn, ekki greiða atkvæði um samninginn vegna þess að ríkisstjórnin sem ætlar að efla gildi þjóðaratkvæðagreiðslna, treystir okkur ekki í akkúrat þessu máli.   


mbl.is Greiðslur hefjast í júlí 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fékk ég að greiða atkvæði þegar ríkisstjórnin, stuttu eftir hrun, ákvað að ábyrgjast allar íslensku innistæður. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 18:49

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Er beint orsakasamhengi þarna á milli, og færðu þá ekki að greiða atkvæði núna? kæri Bjarnason.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.12.2010 kl. 20:26

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Svo náðuðu þeir Kio Briggs....

Júlíus Valsson, 9.12.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband