Rangt að vetrarfærð sé á Norðurlandi

Enn og aftur er mbl.is með ónákvæmar fréttir byggðar á vef Vegagerðarinnar. Myndbirting af ruðningi fjallvegar síðla vetrar er líka afar villandi.

Ein staðreyndin er sú að í Húnavatnssýslum og Skagafirði eru allir vegir færir. Þó gránað hafi í fjöll er samt sem áður staðan eins og að hausti, ekki vetri. Til dæmis arka menn enn út á Blönduósi og Skagaströnd með golfkerrurnar sínar og njóta útiverunnar. Fyrir þá sem ekki þekka leikinn er útilokað að stunda hann þegar snjór er yfir.

Hin staðreyndin er sú að Norðurland er víðfeðmur landshluti. Veðurfar á Norðurlandi vestra er oftast óháð því á Norðurlandi eystra. Þar af leiðandi er ekki hægt að segja að „á Norðurlandi er víða vetrarfærð“. Það er afar ónákvæmt og alls ekki réttmætt. Á vesturhlutanum er engin vetrarfærð þrátt fyrir meinta hálkubletti.

Fjölmargt fólk ferðast um landið að hausti og vetri. Fjölmiðlar verða því að vera nákvæmir þegar fjallað er um veður og færð. Annað er ekki þeim bjóðandi né heldur landsbyggðarfólki.

Og fyrir alla muni, ágætu blaðamenn mbl.is, ekki brúka vef Vegagerðarinnar sem heimild, hún er ekki traust. Sýnið meira sjálfstæði en svo að endursegja upplýsingar af heimasíðu sem öllum er opin. Hringið frekar í fréttaritara blaðsins um landið og aflið upplýsinga hjá þeim eða öðrum áður en fréttin er skrifuð.


mbl.is Víða vetrarfærð á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/vefmyndavelar/vestfirdir 

Þarna má sjá ófærðina á Vestfjörðum.

Sigríður Jósefsdóttir, 21.10.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fannfergi á Steingrímsfjarðarheiði ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.10.2010 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband