Íslensk pólitík eins og sú evrópska

Kritur milli forseta Frakklands og kommisara í Evrópusambandinu minna nú á samstarf stjórnarflokkanna á Íslandi. 

Kommissar nokkur sem unnið hefur lengi í ESB og ráðið þar öllu líklega jafnlengi og sambandinu hefur verið neitað um áritanir endurskoðenda, finnst ljótt af Frökkum að reka hóp sígauna úr landi.

Litli Frakklandsforsetinn geltir á móti og segir að kommissarinn, virðuleg frú frá Lúxemborg, eigi að sjá til þess að heimaland hennir taki þá á móti þessum minnihlutahóp. Ríkisstjórn Luxemborgar rekur upp stór augu og veit ekki til þess að ríkið eigi í útisstöðum við Frakka.

Hér á skerinu er annar stjórnarflokkurinn búinn að sækja um aðild að ESB þvert gegn vilja hins stjórnarflokksins sem engu að síður samþykkti umsóknina. Og svo deila einstakir ráðherrar í miklum vinskap um stöðu umsóknarinnar og stinga hvora aðra í bakið svo ekki fari á milli máli hversu sammála þeir eru.

Og þannig líkist íslensk pólitík þeirri evrópsku en við, almenningur, skiljum æ minna í þessum málum.


mbl.is Lúxemborg taki við sígaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband