Embættið, það er ég, ég, ég, ég, ég ...

Ástæða er til að beina því til talsmanns neytenda að gera skýran greinarmun á þeirri persónu sem gegnir starfanum og embættinu sjálfu.

Í yfirlýsingunni, sem um er rætt í fréttinni, talar embættismaðurinn eins og hann eigi embættið og allt sem frá því komi sé hans. Þetta hlýtur að vera alröng nálgun mannsins frá sjónarhorni stjórnsýslunnafræða.

Það sem þetta embætti lætur frá sér fara er embættisins. Forstjóri þess getur ekki talað eins og sólkonungurinn forðum daga „Ríkið, það er ég“ og sagt „Embættið, það er ég“. Hér eru dæmin:

 

  1. ... vil ég koma á framfæri eftirfarandi ... 
  2. Ég tel FME og SÍ hafa skort heimild ...
  3. Þá tel ég að tilmælin ... 
  4. Að mínu mati er ekki útilokað ...
  5. Loks ber að mínu mati að ...
  6. ... samræmi við þau áform sem ég kynnti opinberlega ... 
  7. Sem fyrr er ég sem talsmaður neytenda vitaskuld reiðubúinn ...
  8. Ég tel rétt að stofnanirnar endurskoði aðkomu ...
  9. Hef ég því með vísan framangreinds ... 

 

Stórlega er til efs að nokkur annar sá sem gegnir mikilvægu embætti láti frá sér fara yfirlýsingu sem er jafn sjálfhverf í uppruna sínum eins og talsmaður neytenda.

Hér er ekki verið að gagnrýna efnislega tilmæli embættisins sem um er rætt í fréttinni. Flestir ættu að gera verið henni sammála.

Embættismaðurinn að taka sig á. Hann kann nú þegar að skrifa lagatexta og annað á óaðfinnanlegri bjúrókratísku og klassískri kanselísku og því lagt talsvert á sig til að gera sig illa skiljanlegan. Það bætir því ekki úr skák að lesandi ábeningarinnar hefur það á tilfinningunni að hann hafi líklega bara samið lögin sjálfur og sé af guði skapaður í þetta starf. 

Ljóst er að ekki eru gerðar neinar kröfur til embættismanna ríkisins að þeir séu sæmilega skrifandi en þó hljóta vera til einhverjar leiðbeinandi reglur eða tilmæli um að embættismenn geri skýran greinarmun á þeim sjálfum og því embætti sem þeir gegna. 

Eins og lesendur pistilsins kunna að taka eftir er hann ekki ritaður í 1. persónu. 

 


mbl.is Afturkalli tilmæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Mér finnst þetta ágætlega læsilegt hjá talsmanni neytenda, og bara í góðu lagi. Aftur á móti finnst mér þú vera að finna bara eitthvað til að setja út á hann og hefur greinilega ekki mikið uppúr krafsinu. Það eru engir fullkomnir eins og þú veist en mér finnst þessi maður vera að standa sig mjög vel, og algjör óþarfi að vera með svona tittlingaskít.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 15.7.2010 kl. 09:27

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestur þakkir fyrir innlitið, Sigurbjörg. Fleiri en ég hafa gert athugasemdir við þetta.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.7.2010 kl. 09:35

3 Smámynd: hs

Já það er ótrúlegt að lögfræðimenntaður maður skuli ekki hafa vit á þessu.

hs, 15.7.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband