The video is not inspiring at all

Átakið hefur ekki slegið í gegn þó svo að forráðamenn þess hér á landi ráði sér ekki fyrir kæti. Eins og ég hef sagt áður virkar það ekki mjög fagmannlegt að kætast eins og sviðsstjórinn gerir. Skili herferðin litlu þegar upp er staðið hefur kætin núna verið helst til uppgerðarleg.

Mjög misjafnt er hvernig fólk erlendis tekur myndbandinu. Það er ósköp skiljanlegt. Kona á miðjum aldri sem var hér á landi í fyrrasumar sendi þessar línur meðal annarra í tölvubréfi í dag stuttu eftir að hún fékk vídeóið:

But the video you have just sent me is not inspiring at all. Some amusing and some stunning views, but the music is awful and if I'd seen that before my visit, I might not have wanted to visit at all! Sorry to be so critical - but that video might bring in the average young tourist wanting a bit of fun ...

Líklega eru þetta viðbrögð margra annarra en þeirra yngri. Reglulega skemmtilegt myndband en hugsanlega ekki þess eðlis að þeir sem eldri eru og reyndari hrífist með. 

Ég veit að margt annað er gert fyrir utan myndbandið. En fyrir alla muni ekki kætast fyrirfram, það er svo hallærislegt og gegnsætt. Fjöldi niðurhala segir ekkert til um fjölda ferðamanna. Spyrjum því að leikslokum. 


mbl.is Átakið hefur slegið í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist nú hvernig það er, Sigurður. Alveg sama hvaða afstöðu maður hefur, hvað maður segir ... og alveg sama hvernig þetta átak væri úr garði gert ... það eru alltaf einhverjir sem eru ekki sammála.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta skemmir örugglega ekki fyrir, og ef það togar nokkra ferðmenn hingað er það svosem bara fínt.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2010 kl. 03:50

3 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Þetta myndband er vel gert, glaðlegt og frískandi fyrir alla sem sjá það.  Það getur ekki annað en haft jákvæð áhrif.

Eyjólfur Sturlaugsson, 4.6.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband