Hávær svefn á Ferðamálastofu ...

Í upphafi goss á Fimmvörðuhálsi voru nokkrir ferðaþjónustuaðilar brugðust nokkri ferðaþjónustuaðlar skjótt við. Þeirra á meðal var Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Rangá. Þeir fluttu inn fjölmiðlamenn frá Bretlandi til að sýna þeim gosið og sannna að ekkert væri að óttast fyrir ferðamenn. Síður en svo.

Á meðan svaf Ferðamálastofa. Ekkert hefur heyrst í henni. Ekkert heyrðist í Útflutningsráði, ekkert heyrðist í Utanríkisráðuneytinu. Þeir opinberu aðilar sem annast samræmingu á markaðsaðgerðum þjóðarinnar erlendis gerðu ekkert. Og sofa líklega enn. Háværum svefni

Þrátt fyrir Ferðamálaþing í gær hefur ferðamálastjóri ekki tekið neitt frumkvæði eins og sannarlega þessu embætti ber að gera. Í skýrslunni um bankahrunið kemur fram að fjölmargir embættismenn höfðu ekki heldur neitt frumkvæði þótt öll teikn um yfirvofandi hrun blöstu við þeim. Eldgosið í Eyjafjallajökli gæti orðið hrun ferðaþjónustunnar. Ekki þarf nein teikn þar sem eldgosið er í fullum gangi.

Sá mæti maður Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, sagði á bloggi sínu í gær:

Athygli alheims beindist nú að Íslandi sem aldrei fyrr í tengslum við gosið. Erlendir fjölmiðlar streymdu til landsins í leit að fréttum.  Hver voru viðbrögðin hér heima? Ég var staðsettur suður í sveitum á þessum krítiska tíma og varð vitni af því þegar erlendir fréttamenn reyndu að safna einhverju efni tengdu gosinu á allan mögulegan máta. Fókus heimspressunnar var allur á Íslandi.  Hér var besta tækifæri Íslands til að koma  upplýsingum og áróðri um landið til alheims. En engin skipuleg fjölmiðlaveita var til. Hið opinbera og þar á meðal Iðnaðarráðuneytið, brást. Ísland missti af stærsta tækifærinu, sem hefði getað verið algjörlega ókeypis áróður um land og þjóð  og lyftistöng fyrir ferðamál landsins. Einu upplýsingar til fjölmiðla virtust vera frá Almannavörnum, til dæmis um að stærsta samgönguleið landsins, Highway 1, væri rofinn í sundur, brúm lokað og hundruðir manna fluttir á brott. Auðvitað er það hlutverk Almannavarna að aðstoða og vernda gegn jarðvá, en það fór lítið fyrir tilkynningum eða fréttaveitu frá hinu opinbera varðandi það jákvæða, að nú væri búið að opna aftur. 
Er þetta ekki kjarni málsins?
mbl.is Hætta við kvikmyndatökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Örn Guðmundsson

Ég held barasta að það sé vanhæft fólk, steinsofandi alls staðar í hinu íslenska stjórnkerfi.

Hvað eftir annað klikka embættismenn á að vinna land og þjóð heilla, virðast bara vera til staðar til að taka við tékkanum í upphafi hvers mánaðar.

kv. Svavar

Svavar Örn Guðmundsson, 5.5.2010 kl. 08:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er þyngra en tárum taki

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2010 kl. 12:00

3 identicon

Ég skráði mig nú bara á Moggabloggið til að geta borið hönd fyrir höfuð mér sem starfsmaður Ferðamálastofu og svarað þessari rakalausu þvælu sem Sigurður setur fram.


1. Ferðamálastofa fyrir frá fyrsta degi gossins haft frumkvæði að og tekið virkan þátt í þeirri viðbragðsáætlun sem sett var af stað í samvinnu hins opinbera og ferðaþjónustufyrirtækja og m.a. var farið yfir í erindi Valþórs Hlöðverssonar á ferðamálaþingi í gær. Í því skini „var öllum brögðum beitt“. Meðal annars voru nýttar vefsíður, samfélagsvefir, útsending fréttatilkynninga og bein tengsl við lykilaðila á mörkuðum erlendis, svo nokkuð sé nefnd. Á vef Ferðamálastofu visiticeland.com hefur t.d. frá fyrsta degi verið á forsíðu tilkynning með nýjustu og réttustu upplýsingum á hverjum tíma. Á hana hafa tugir ef ekki hundruð ferðaþjónustufyrirtækja vísað með beinum tenglum af sínum síðum. Áhersla hefur verið á hófstilla en rétta upplýsingagjöf með því grunnstefi að Ísland sé nú sem fyrr öruggt land til ferðalaga. Daglega er Ferðamálastofa í beinu sambandi við tugi blaðamanna vegna gossins. Og þar sem sérstaklega er haldið fram að ferðamálastjóri hafi ekki tekið frumkvæði bendi ég nú til dæmis á skýrsluna sem hann kynnti á þinginu í gær.


2.    Reglulega koma fram nýir aðilar í ferðaþjónustu sem telja sig vera að finna upp hjólið. Margir biðu t.d. spenntir eftir hádegisfréttum RÚV ekki alls fyrir löngu þar sem greina átti frá einstæðri nýjung í markaðssetningu. Í ljós kom að um var að ræða að nokkrum blaðamönnum hafði verið boðið til landsins til að skoða gosið á Fimmvörðuhálsi. Sigurði til upplýsingar þá hefur einmitt þessi aðferð, boðsferðir blaðamanna, verið lykilþáttur í markaðssetningu íslenskrar ferðaþjónustu í áratugi og skilað frábærum árangri. Á vegum Ferðamálastofu koma árlega hundruð fjölmiðlafólks hingað til lands og ekki færri á vegum einstakra ferðaþjónustuaðila. En því miður er það þannig með íslenska fjölmiðla að þeir grípa oft upp vitleysuna sem að þeim er rétt án þess að kanna málið nánar.


3.    Ísland hefur á undanförnum árum notið mun meiri fjölgunar ferðamanna en flest önnur lönd sem við viljum bera okkur saman við. Þar hefur skilað sér afar gott samstarf Ferðamálastofu og lykilaðila í ferðaþjónustu. Tekist hefur að nýta vel þá fjármuni sem úr hefur verið að spila og stórauka tekjur af ferðamönnum. Enn á ný hafa stjórnvöld og greinin tekið höndum saman með þeim samningi sem skrifað var undir í gær á ferðamálaþinginu og skilmerkilega hefur verið sagt  frá í fjölmiðlum.


Kveðja, Halldór.

Halldór Arinbjarnarson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 12:51

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég velti því fyrir mér hvort Haraldur Sigurðsson, eldjallafræðingur, hafi fengið sömu dembu frá Halldóri starfsmanni Ferðamálarstofu. Var hann þó með erindi um málið í gær á ferðamálaþingi.

1. Hafi Ferðamálastofa verið svonda dugleg hvernig skyldi nú standa á því að 17% samdráttur sé í ferðum útlendinga hingað til lands? Er það vegna þess að stofnunin hafi verið önnum kafin við að gera það sem litlu máli skiptir og það hafi ekki dugað?

Er það svo að fólk í Evrópu skoði heimasíður Ferðamálastofu þegar það sér flennifyrirsagnir um ösku sem stöðva flug í Evrópu? Ég fylgist nú þokkalega með nokkrum erlendum dagblöðum en minnist þess þó ekki að hafa rekist á viðlíka fyrirsagnir sem halda hinu gagnstæða fram

2. Halldór Arinbjarnarson æðst með ónotum að Friðriki Pálssyni og fleirum ferðaþjónustuaðilum og segir þá hafa þóst vera að „finna upp hjólið“, vera með “nýung í markaðssetningu.“

Af hverju er Halldór að reyna að niðurlægja viðleiti þessara ferðaþjónustuaðila? hann ætti með sanni að fagna þessu tiltæki þeirra. Þetta tekur ekki nokkru tali.

Mér vitanlega hefur Friðrik eða þessir aðilar aldrei haldið því fram að þeir væru brautryðjendur í markaðsátaki á borð við þetta. Öllum er ljóst að heimsóknir blaðamanna hafa verið ríkur þáttur í kynningarmálum og hafa þeir ekki alltaf komið til alndsins vegan frumkvæðis Ferðamálastofu, höldum því líka til haga.. Sjálfur hef ég tekið þátt í slíku sem og hundruð annarra starfsmanna í ferðaþjónustu.

Það vekur hins vegar athygli að Halldór þegir um þær boðsferðir sem Ferðamálastofa hefur haft frumkvæði að frá upphafi gossins á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli. Hvað skyldu þær nú vera margar sem stofnunin átti frumkvæði að?

3. Þessi liður er tómt loft og froða og kemur ekkert því við sem ég er að fjalla um. Nema að því undanskildu sem segir í niðurlaginu.

Halldóri er svo mikið niðri fyrir við að reyna að rasskella mig að hann ræðir ekki meginefni umfjöllunar minnar.

Ríkisstjórn og Ferðamálastofa bregst við alltof seint og meða alltof litlum fjármunum. Það er báðum til háborinnar skammar.

Meiri sómi væri að því að Halldór Arinbjarnarson stillti orðalagi sínu í hóf. Ég hef ekki vegið að Halldóri og það hafa ekki þeir heldur gert sem gagnrýnt hafa Ferðamálastofu hingað til. Gagnrýnin beinist fyrst og frmst að stjórnun hennar en ekki starfsfólki.

Hins vegar má fyllilega gagnrýna sofandahátt Ferðamálastofu og ríkisstjórnar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.5.2010 kl. 13:30

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

´Málið er einmitt að seint er brugðist við.

Það er stundum sagt í markaðsmálum að til þess að vega upp á móti einni neikvæðri umfjöllun, þurfi sjö jákvæðar.

Neikvæða umfjöllunin, m.a. frá forsetanum, og "ekki" umfjöllunin um að hvetja ferðamenn til að skoða gosið, (fyrr en þá núna) hefur valdið miklum skaða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2010 kl. 13:51

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér fyrir, Gunnar. Vandamálið við neikvæðar fréttir er að bregðast strax við, ekki bíða. Svo er það annað mál, hvernig á að bregðast við. Út á það gengur galdurinn. Er þarna brugðist við með hliðsjón af fjárveitingunni eða byggir fjárvetingin á nauðsynlegum ráðstöfunum?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.5.2010 kl. 13:57

7 identicon

Ég nenni ekki að eltast frekar við þessar rangfærslur sem dæma sig sjálfar. Enginn er yfir gagnrýni hafinn, hvorki Ferðamálastofa né aðrir enda felst í orðinu gagnrýni að henni er ætlað að gera GAGN. Í fyrra svari mínu bendi eg einfaldlega á þá einföldu staðreynd að meginatriðin í grein Sigurðar standast enga skoðun.

HA

Halldór Arinbjarnarson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:58

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Halldór nennti „að eltast við rangfærslur“ þegar hann hafði fyrir því að skrá sig inn á bloggkerfi Morgunblaðisins til að setja fram niðurlægjandi athugasemdir um ágæta aðila í ferðaþjónustunni. Hann skautar framhjá ummælum Haraldar Sigurðssonar, eldfjallafræðings, sem eru í sömu átt og mínar. Og nú nennir hann ekki röksemdafærslunni frekar. Þetta nú er fremur snautleg niðurstaða eftir allan æsinginn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.5.2010 kl. 14:17

9 identicon

Ég var búinn að koma mínum sjónarmiðum á framfæri og kannast ekki að hafa "ráðist með ónotum" að þeim snjalla manni Friðriki Pálssyni. Það er þín mistúlkun, eins og á ýmsu öðru. Hvað "allan æsinginn" varðar þá er ég auðvitað þekktur æsingamaður, eins og þeir vita sem mig þekkja, eða þannig. En maður getur bara ekki endalaust setið þegjandi undir hvaða bulli og óhróðri sem er. Ekki þegar maður veit betur.

HA

Halldór Arinbjarnarson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 16:10

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér fyrir innlitið, Halldór Arinbjarnarson. Má vera að þú hafir rétt fyrir þér, ég sé með „bull og óhróður“. Og svo það sé á hreinu að ég var ekki að gefa þér lyndiseinkunn.

Svaraðu samt einni einfaldri spurningu:

Hvers vegna er 17% samdráttur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir allt starf Ferðamálastofu og þessa „viðbragðsáætlun“ sem þú nefnir?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.5.2010 kl. 16:32

11 identicon

Til að öllu sé rétt til skila haldið þá er fækkunin vegna gossin mun meiri en 17%. Eitt af því sem Ferðamálastofa gerir er að halda utan um brottfarartalningar í Leifsstöð og eru þær tölur m.a. notaðar til að fylgjast með skiptingu erlendra gesta eftir þjóðerni. Heildarfækkunin í apríl er 17% á milli ára, eins og þú bendir á. Framan af mánuði eða á tímabilinu 1.-13. apríl var 13,5% fjölgun í brottförum en á tímabilinu 14.-31. apríl nam fækkunin 40,7%. Að viðbættum 1000 brottförum erlendra gesta í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll nemur fækkunin 34,3%. Eins og þú sérð þá eru Akureyrayrartölurnar áætlaðar, enda engin eiginleg talning í gangi þar og eitthvað fór um Egilsstaðaflugvöll líka. En sem sagt, sennilega rúmlega 30% fækkun síðari hluta apríl. Eins og þú kannski mannst þá röskuðust flugsamgöngur "nokkuð" - eiginlega bara helling. Fólk einfaldlega komst ekki til landsins og var búið að missa af því erindi sem það átti, eða tækifærinu til að koma, loks þegar flug komst í lag. Gegn þeirri fækkun gat engin mannlegur máttur unnið. Hversu stór hluti hættir við að koma vegna gossins, jafnvel þótt það hefði komist, vitum við ekki enn (að því að ég best veit). Vonandi hefur þó það starf sem ferðaþjónustuaðilar og hið opinbera sameinaðist um náð að vega eitthvað upp á móti og hindra enn meiri fækkun. 

Ferðaþjónustan hefur ekki búið yfir því sem við getum kallað viðbragsáætlun til að mæta hugsanlegum áföllum og/eða tækifærum samfara svona atburðum. Vissulega má gagnrýna að ekki hafi verið búið að hugsa fyrir því, enda nokkuð ljóst að það kæmi að atburðum eins og Ejafjallajökulsgosinu fyrr eða síðar. En gróf drög að slíkri áætlun liggja nú fyrir, í kjölfar skýslu sem unnin var að frumkvæði ferðamálastjóra á síðustu dögum og kynnt var á þinginu í gær.

Halldór Arinbjarnarson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 17:06

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir þetta, Halldór. Held að þetta dugi mér og mörgum fleiri.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.5.2010 kl. 19:02

13 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ágætis úttekt á prósentutölfræðinni.

En er enginn að kveikja á því að 17% samdráttur á ferðamannastraumi sé... vegna eldgossins. Og niðurfellingu flugumferðar um alla Evrópu, þ.á.m. til Íslands frá okkar helstu ferðamannalöndum.

Hver pantaði ferð til nágrennis Pinatúbó þegar það gaus 1982? Hver fór til New Orleans í kjölfar Katrínu?

Auðvitað er gott að beina málflutningi í þann farveg sem sannleikanum er næstur - Að Ísland sem slíkt sé alveg jafn öruggur/hættulegur áfangastaður og hann var í Febrúar ef maður rambar ekki út í Markarfljót sjálft.

Hver man í alvöru eftir viðtölum við ráðamenn í Chile eða þessvegna í Bandaríkjunum í einhverju hlutfalli við minningar af hörmungunum sjálfum? Sem þó höfðu mun minni heimsáhrif en Eyjafjallajökull hefur haft?

Svona í alvöru :)

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.5.2010 kl. 19:11

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mjög áhugaverður vinkill á málið hjá þér, Rúnar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.5.2010 kl. 19:18

15 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það má bæta því við að þetta mun hafa frábær áhrif til lengri tíma, mikilvægt er að nota þetta einstaka tækifæri og kynna landið sem hið glæsilega, varasama, spennandi, hættulega og örugga land sem það er.

Ísland er fullt af andstæðum og svo sérstakt að erfitt er að átta sig á því til fullnustu nema að búa í dálítinn tíma erlendis og ferðast um.

PS. Ég gæti trúað að Eyjafjallaaska sé u.þ.b. þyngdar sinnar virði í gulli akkúrat núna - Ganga á lagið landar!

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.5.2010 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband