Airbus og Boeing tjá sig ekki um öskuna

Athyglisvert er að fylgjast með umræðum erlendis um flugbannið í Evrópu. Að sjálfsögðu hafa komið fram efasemdaraddir. Sumir segja er að engin ástæða sé að banna flug þó ryk sé í lofti, jafnvel þó það sé ættað úr eldfjalli.

Ekki hef ég þekkingu til að meta áhrif öskunnar á flugvélahreyfla, sérstaklega þotuhreyfla. Hef þó lesið fróðlegar greinar  um slíkt. Hins vegar finnst mér óskaplega undarlegt að tveir af helstu framleiðendur flugvéla í heiminum í dag, Boeing og Airbus, skuli ekki tjá sig.

Þögn flugvéla- og þotuhreyflaframleiðenda er afar sérkennileg svo ekki sé meira sagt. Ef bílaframleiðendur myndu þegja undir álíka kringumstæðum krefðust ríkisstjórnir allra vestrænna landa úrbóta.

 


mbl.is Fimm vélar til Þrándheims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þeir hafa verið að tjá sig mjög mikið um þetta og reyna að útskýra fyrir almenningi af hverju þetta á sér stað. Til að mynda á Skynews og CNN var á klukkutíma fresti sýnt með flughermum og viðtöl við alla bestu fræðinga á þessu sviði - sem var að útskýra hvað væri í gangi. Málið er að það bjóst enginn við því að þetta myndi gerast akkúrat núna!  ...þegar allir eru að reyna að spara með því að eyða ekki peningum í "óþarfa" öryggisbúnað. Þetta eldgos kennir öllum heiminum að tæknin og þægindin sem við þekkjum í dag eru ekki sjálfsögð og alls ekki sjálfsögð mannréttindi

Sumarliði Einar Daðason, 18.4.2010 kl. 13:04

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekkert að sjá á heimasíðum þessara fyrirtækja. Hef greinilega misst af fulltrúum þeirra á Sky og CNN.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.4.2010 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband