Frábærar myndir frá Jarðvísindastofnun

100417_xxtoppgigur_magnus_tumi.jpg

Fjölmargar fallegar og upplýsandi myndir hafa birst á vef jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Slóðin er http://www.jardvis.hi.is/Apps//HI.woa/wa/dp?id=1027696. 

Mér finnst frekar fáar myndir af þessari tegund hafa birst í fjölmiðlum. Þeir reyna helst að birta myndir af skörðum í vegi eða skiltum á kafi. Oftar en ekki merkingarlausum myndum.

Hvergi hef ég  til dæmis séð mynd af gömlu Markarfljótsbrúnni og varnargörðunum við hana. Brúin var byggð á fjórða áratug síðustu aldar og varnargarðarnir á svipuðum tíma.

100417_xxtoppgigur_rosa_olafsd.jpg

Nefna má að miklu þrengra er á milli bakka við gömlu brúna heldur en þá nýju. Hins vegar er sú nýja er ónothæf en hin er enn í brúki. Sér enginn fréttapunktinn í þessu? Er nýja brúin og hið manngerða umhverfi í kringum hana tómt fúsk?

En lítum nánar á myndirnar sem hér fylgja. Fyrsta myndin frá Jarðvísindastofnuninni er tekin af Magnúsi Tuma Guðmundssyni og sýnir efsta hluta Eyjafjallajökuls. Hún er tekin í dag, horft er í vestur og gosið er í fullum gangi í suðvesturhluta toppgígsins.

Næsta mynd er tekin vestanmegin við toppgíginn og horft er í austur. Með erfiðismunum má greina Guðnastein. Myndina tók Rósa Ólafsdóttir 17. apríl.

100417_xxtoppgigur_rosa_olafsd_2.jpg

Þriðja myndin er líka tekin þann 17. apríl og er nú horft til suðurs. Flugvélin er yfir Gígjökli og horft er inn í illúðlegan gíginn. Rósa Ólafsdóttir tók hana líka þann 17. apríl.

100416_xxmarkarfljot_loft_ordis_hognadottir.jpg

Myndin hér hægra megin er af flóðinu úr toppgígnum. Hún er tekin neðarlega á Markarfljótsaurum norðan jökulsins. 

Gríðarlegt vatn flæðir þarna niður dalinn, miklu meira en sem nemur rennsli Markarfljóts. Ég hef merkt inn nokkur örnefni svo auðveldara sé að átta sig á staðháttum. Myndina tók Þórdís Högnadóttir þann 16. apríl.

Síðasta myndin er fengi frá Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA og er áreiðanlega tekin í upphafi goss.

100415_xxgervitunglamynd_eyjafj_gigur.jpg

Myndin sýnir landslagið en hvorki jökul né gosmökk. Gígarnir þrír eru greinilegir sem og farvegir bráðvatnsins til norðurs og suðurs. Einnig má sjá hraunið sem rann á Fimmvörðuhálsi. Mikið er að sjá og skoða í myndinni.

Allt eru þetta frábærar myndir sem segja gríðarlega sögu ef maður nennir að rýna í þær og jafnvel bera sumar þeirra saman. 

 


mbl.is Margar eldingar í stróknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sigurður,

Hlekkurinn hjá þér virkar ekki og síðan finnst ekki, en hér er hlekkur á myndir af gosinu í Eyjafjallajökli af vef Jarðvísindastofnunar:  http://www.jardvis.hi.is/page/jardvis_EYJOKULL_myndir

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 18.4.2010 kl. 00:37

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Það væri nú ekki ónýtt að fá að vita áttirnar - þ.e. hvort myndirnar eru teknar í Suður, Suðvestur o.s. frv.   Það er alveg rétt að of lítið er gert fyrir okkur sem erum alókunnugir þarna - ég hef aldrei komið í Þórsmörk!  

Ragnar Eiríksson, 18.4.2010 kl. 07:37

3 Smámynd: eir@si

Bæði sammála og ósammála Ragnari nafna mínum.  Það væri vissulega gott að hafa áttirnar en ég er ósammála því að það sé sérstaklega verið að gera lítið fyrir þá sem eru alókunnugir. 

Myndir sem sýna hið svokallaða "stórkostlega sjónarspil" sem fréttamönnum er mjög tíðrætt um gera lítið sem ekkert fyrir þá sem þekkja til og vilja vita hvað er að gerast. Því miður þá er umfjöllun um þetta gos að miklu leyti í æsifréttastíl.

Ef það er hægt að finna réttan link á myndasíðuna með þessum myndum þá væri það gaman.

eir@si, 18.4.2010 kl. 11:27

4 Smámynd: Gudmundur Vidarsson

Sæll Sigurður,

Er ekki síðasta myndin í bloggi þínu radarmynd sem kemur frá U. Munzer / og Ágústi Guðmundssyni hjá Fjarkönnun ehf ? Þetta er held ég örugglega ekki mynd frá NASA. Gaman væri að vita hvar þú tókst eða fannst þessa mynd ?

Þetta er mynd sem tekin er úr gervihnetti sem heitir ENVISAT- og er gervihnöttur Evrópsku geimferðarstofnunarinnar (ESA).

En Ulrich Munzer, í Ludwig Maxmillian-háskólanum í München í Þýskalandi í samvinnu við Ágúst Guðmundsson hjá Fjarkönnun, hefur stundað mjög athyglisverðar rannsóknir á Íslandi á eldgosum undanfarna áratugi og má sjá fróðlega grein hér.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=828508

Það er mikilvægt að geta réttra heimilda sérstaklega þegar um ljósmyndir/gervitunglamyndir er að ræða vegna heimildagildis þeirra og frekari skoðunar.

Sé hinsvegar þessi mynd réttilega frá NASA þá biðst ég afsökunnar á að hafa hlaupið á mig.

Takk fyrir annars gott blogg, maður er mun fróðari um margt ss. örnefni og fl. en áður við að lesa það.

Kv. Guðmundur

Gudmundur Vidarsson, 18.4.2010 kl. 13:04

5 Smámynd: Gudmundur Vidarsson

http://www.terrasar.de/terrasar-x.html

Myndin er úr Terrasar. leiðréttist hér með.

GV

Gudmundur Vidarsson, 18.4.2010 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband