Engin prisipp, engar hugsjónir

Fjölmargt athyglisvert hefur kom fram í skýrslu rannsóknarnefnarinnar. Ég staldra við tvö sláandi atriði varðandi bankana. Eftirfarandi hef ég úr um bjöllun Morgunblaðsins:

  • Eignir stóru bankanna þriggja voru endurmetnar í nóvember 2008. Fyrir endurmat voru þær sagðar vera 11.764 milljarðar króna, en eftir endurmat 4.427 milljarðar króna. Lækkun nam því 7.337 milljörðum króna, eða 60%. Til samanburðar var þjóðarframleiðsla Íslands fyrir árið 2008 um 1.476 milljarðar króna og því svarar niðurfærsla eigna fjármálafyrirtækjanna til þjóðarframleiðslu Íslands í fimm ár. 
  • Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans: „Ég hef alltaf haft þá trú að það væru, að það væru allt aðrir aðilar sem hefðu átt bankann heldur […] allt aðrir aðilar keypt bankann heldur en menn hafa sagt. Og mig hefur oft grunað að það væru einhverjir aðrir sem raunverulega ættu hann.

Hvort tveggja, þótt ólíkt sé, er hrikalegt ef satt er. Þá er í raun ekkert eftir nema að taka undir það sem Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir:

[É]g er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta. 

 


mbl.is „Skynjuðu að dansinum var að ljúka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Andskoti er þetta allt að verða dapurlegt. Sláandi innslög.

Björn Birgisson, 13.4.2010 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband