Birtið kort og mynd af þessari sprungu!

Er ekki gagnslaust að segja frá einhverri sprungu í jöklingum, jafnvel þó hún sé 600 m löng án þess að birta staðsetningu hennar á korti?

Mér finnst þetta ekki nógu góð fréttamennska. Sé komin sprunga á Morgunblaðið að krefjast þess af almannavörnum eða hvað þetta apparat heitir sem er að leika sér í voðaleik, að þær sýni hana á korti og ljósmynd. Allt annað er slöpp fréttamennska og enn lakari stýring á almannavörnum.

Svo er það álitaálið hvort um sé að ræða sprungu eða vatnsrás í ís? 


mbl.is Sprunga á útsýnissvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ja, segðu, nánari fréttir strax !!!  annars er ég bara heima og ætla ekki að detta í sprungu

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2010 kl. 20:40

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég var þarna upp frá í gær og fram undir morguns að sinna gæslustörfum og svala almennri forvitni um eldgosið. Magnað fyrirbæri :) En hvað þessa sprungu varðar þá sá ég tvennt sem gæti talist vera sprunga. Rétt fyrir neðan eldri gíginn hefur víst opnast eitthvað þannig að hraun flæðir þar út og kraumar aðeins upp úr þeirri rifu/sprungu. Hættan sem gæti fylgt því er að hraunflæðið verði það mikið að hún lokar leiðinni að nýja gígnum. Hitt er hinsvegar hrauntunga sem hefur verið að teygja sig í áttina að hraungili og er að taka lengri leiðina þangað, enda hraunfossinn horfinn. Þar er greinilega komin hættusvæði þar sem mikið vatn fossar núna niður hraunagilið sem á upptök sín frá þessari tungu sem sífellt teygir sig neðar. Hættan er sú að einhverntíman kemur á undan ísnum og þá er gott að vera ekki ofan á því eða nálægt því.

Ég er ekki mjög góður að staðsetja þetta betur en bæti við að þegar maður er kominn á útsýnissvæðið við eldri gíginn þá sér maður fljótlega hvaða svæði er verið að tala um.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 4.4.2010 kl. 07:55

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

upps þetta átti víst að vera Hrunagil, ekki Hraungil.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 4.4.2010 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband