Fjöldi fornra gíga er á Fimmvörðuhálsi

Á Fimmvörðuhálsi eru nokkrir fornir eldgígar. Meðal annars liggur gönguleiðin yfir Hálsinn framhjá einum lágum gíg og annar hærri er nokkru hærri.

Allt landslag á Hálsinum ber merki um eldgos, þarna er mikið um gjall og gjósku sem komið hefur upp eftir því sem snjóalög hafa minnkað. Þau eru nú miklu minni en fyrir 20 árum þegar Fimmvörðuskáli var endurbyggður.

Forðum var jökull á Fimmvörðuhálsi og hann var nefndur Lágjökull og mun Sveinn Pálsson m.a. hafa rætt um hann með því nafni.

Sé þetta rétt að gosið sé ekki í jökli þá er lítil hætta á vatnsflóði. Á móti kemur þá hraun og mikið öskufall. Fimmvörðuskáli stendur á háum hrygg og fyrir norðan hann er mikil slétta sem var áur full af ís en er nú svo til tóm. Handan sléttunnar er hryggir og þar norðan við hallar niður í Hvannárgil og nokkru austar í Hruna.

Svo er ekki úr vegi að beina því til fréttamanna að þeir fari rétt með staðarnöfn. Norðan undir Fimmvörðuhálsi er Goðaland og raunar fleiri svæði. Þórsmörk er norðan Krossár.

 

 


mbl.is Staðsetning gæti þýtt að ekki verði neitt ofanflóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband