Einsmálsörflokkar eiga ekkert erindi í pólitík

Satt að segja er kominn tími til að kjósendur víki þessum litlu, einsmálsflokkum til hliðar. Þeir hafa ekkert fram að færa nema eitt mál og láta sem það skipti öllu fyrir samfélagið.

Viðreisn er svona dæmigerður einsmálsflokkur. Gamlir sjálfstæðismenn í honum halda því fram að hann sé jafnaðarmannaflokkur sem í sjálfu sér skiptir litlu. Aðalatriðið er að þeir vilja koma Íslandi inn í ESB. Halda því fram að allt sem miður hefur farið á Íslandi muni þar með lagast sjálfkrafa. Þetta er tóm vitleysa. Hið eins sem þessi flokkur hefur áorkað er að draga úr fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Björt framtíð var hjáleiga Samfylkingarinnar, nokkurs konar banki sem geymdi í eitt ár atkvæði fyrir hákotið. Nú heimtar flokkurinn atkvæðin til baka og fagnar, heldur að hann stefni í kosningasigur.

Píratar eru óþægir vinstri sósíalistar sem nenna ekki að vera með Vinstri grænum sem eru orðnir hálfkapítalistar, ganga í hvítri skyrtu og bindi dags daglega, og konurnar klæðast fallegum fötum og mála sig eins og píur í Heimdalli. Nú hefur helmingur Pírata fengið nóg og fer heim í sósíalið, setur upp bindi og kellurnar mála sig. VG heldur að flokkurinn stefni í kosningasigur.

Fyrir alla muni. Leggjum niður Bjarta framtíð, Pírata, Viðreisn og Flokk fólksins, þessa flokka sem eiga ekkert erindi í íslenska pólitík og hafa ekkert lagt til annað en upplausn og leiðindi.

Kjósendur geta lagt niður þessa flokka með því að kjósa aðra flokka. Fjórflokkurinn hefur reynst ágætlega. 


mbl.is Beygði af í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband