Konur sem flýja flokk vegna kjósendanna

Þrjár mætar konur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. Ekki af því að þær séu á móti stefnu flokksins, framkvæmd hennar, fólkinu sem skipar forystuna ... Nei, þær eru á móti þeim sem tóku þátt í prófkjörunum.

Þetta er undarlegt og fátítt.

Aldrei hefur óánægja með kjósendur og stuðningsmenn orðið til þess að fólk hafi sagt sig úr stjórnmálaflokki. Yfirleitt er þetta á hinn veginn. Þá fylgja oftast formælingar og tal um að flokkur og forysta hafi brugðist, gengið gegn lýðræðinu og svo framvegis.

Núna segja hinar burtflúnu konur að lýðræðislegt val kjósenda hugnist þeim ekki. Vísast hafa þær uppgötvað einhvern annan kost sem getur komið í stað lýðræðis. Það stappar nærri því að hafa leyst lífsgátuna.

Nema þær hafi fengið tilboð um sæti á lista Viðreisnar. Þangað hlaupa nú flestir lukkuriddarar sem af einhverjum ástæðum segjast hafa fengið nóg af Sjálfstæðisflokknum en ekki flokki sem þeir þekkja ekki af gerðum, bara orðum.

Þrátt fyrir það sem hér hefur verið sagt er eftirsjá af fólki sem unnið hefur mikið innan Sjálfstæðisflokksins og lagt þar gott eitt til. Hins vegar hef ég aldrei vitað fyrr að þær hafi reynt að „hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum“. Aldrei ...


mbl.is Yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband