Konur sem flýja flokk vegna kjósendanna

Þrjár mætar konur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. Ekki af því að þær séu á móti stefnu flokksins, framkvæmd hennar, fólkinu sem skipar forystuna ... Nei, þær eru á móti þeim sem tóku þátt í prófkjörunum.

Þetta er undarlegt og fátítt.

Aldrei hefur óánægja með kjósendur og stuðningsmenn orðið til þess að fólk hafi sagt sig úr stjórnmálaflokki. Yfirleitt er þetta á hinn veginn. Þá fylgja oftast formælingar og tal um að flokkur og forysta hafi brugðist, gengið gegn lýðræðinu og svo framvegis.

Núna segja hinar burtflúnu konur að lýðræðislegt val kjósenda hugnist þeim ekki. Vísast hafa þær uppgötvað einhvern annan kost sem getur komið í stað lýðræðis. Það stappar nærri því að hafa leyst lífsgátuna.

Nema þær hafi fengið tilboð um sæti á lista Viðreisnar. Þangað hlaupa nú flestir lukkuriddarar sem af einhverjum ástæðum segjast hafa fengið nóg af Sjálfstæðisflokknum en ekki flokki sem þeir þekkja ekki af gerðum, bara orðum.

Þrátt fyrir það sem hér hefur verið sagt er eftirsjá af fólki sem unnið hefur mikið innan Sjálfstæðisflokksins og lagt þar gott eitt til. Hins vegar hef ég aldrei vitað fyrr að þær hafi reynt að „hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum“. Aldrei ...


mbl.is Yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

"Hins vegar hef ég aldrei vitað fyrr að þær hafi reynt að „hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum“. Aldrei ..."

Em má það ekki...?...Og var ekki kominn tími til ? - Er eitthvað að því að fólk segi satt ?

Þó að þú sért líklega "einn af þeim" þá ættirðu að reyna að vera víðsýnni og sanngjarnari, nema að þú sért alveg "blokkerað" íhald. 

Már Elíson, 22.9.2016 kl. 16:33

2 identicon

Sigurður.

Hvar kom það fram í því sem þær sögðu að þær væru að hætta í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að "þær eru á móti þeim sem tóku þátt í prófkjörunum" eins og þú fullyrðir hér? Ert þú ekki bara að búa þetta til?

"Núna segja hinar burtflúnu konur að lýðræðislegt val kjósenda hugnist þeim ekki" fullyrðir þú. Hvar hafa þær sagt þetta?

Mér finnst það lágmark að menn sem þykjast eitthvað hafa til málanna að leggja spinni ekki upp á fólk orðum og skoðunum eins og þú ert bersýnilega að gera hér.

Það hvarflar að manni að þessar konur séu að yfirgefa klúbbinn einmitt út af svona körlum eins og þér sem hika ekki við að ljúga upp á þær. Sé svo, skil ég þær mæta vel.

Eric (IP-tala skráð) 22.9.2016 kl. 16:53

3 identicon

Komdu sæll

Kristinn Gunnarsson, vinstrimaður og fv. alþingismaður greindi stöðu þeirra tveggja sem síðast leiddu lista okkar á Suðurlandi bara nokkuð vel í Pressunni. Framahaldsályktanir voru svo dregnar af honum í áróðursskyni. Sem sé; gerðir þeirra féllu kjósendum ekki í geð. T.d. studdi ég Unni Brá í samtölum við fólk eftir mætti fyrir 3 árum, en mælti gegn henni að sama skapi eftir að hún fór að gefa ríkisborgararétt í jólagjöf á annarra kostnað.

M.a.o., hefur verið skoðað hvort kynjamunur er að þessu leyti milli kjósenda? Kjósa konur fremur konur en karlar konur? Mér býður í grun að svo sé hreint ekki.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 22.9.2016 kl. 16:55

4 identicon

Sæll Sigurður - sem og aðrir gestir, þínir !

Hví í ósköpunum: skyldu þessar gufur / já:: segi og skrifa, Helga Dögg / Þórey og Jarþrúður, ekki stökkva frá borðum kjallara stjórnunar Kjartans Gunnarssonar í Valhöll (við: Háaleitisbraut suður í Reykjavík) og félaga hans, í ljósi útkomu Ragnheiðar Elínar / Elínar Hirst og Unnar Brár, á dögunum ?

Þessar sex ofannefndu kvensur - hafa nú ekki skilið djúp spor eptir sig, í sandi sér- íslenzkrar nauð- og sérhyggju, sem sjálf hverfunnar, um prívat hagsmuni gæðinga, hins minnkandi flokks ykkar, Sigurður minn.

Unnur Brá Konráðsdóttir: ein helzta forystukona íslenzkra stjórnmála í, að þóknast Saúdí- Arabískum valdhöfum, með stuðning num við óheft flæði Múhameðsks innrásarfólks hingað til lands, náði að smjaðra fyrir Sunnlenzkum og Reykneskum flokkssystkinum sínum, til þess að hreppa IIII. sæti lista ykkar í Suðurkjördæmi, að Ragnheiði Elínu frágenginni, og þóktist hróðug með þá niðurstöðu, með Páls Magnússonar já-kórnum kúnstuga.

Lítilla sanda / lítilla Sæva - frjálshyggju hjörðin Kapítalízka, hérlenda, síðuhafi góður.

Það er: aftur á móti töggur, í þeim íslenzku konum Sigurður, sem fást við erfiðisstörf Fiskvinnzlu og ræstinga ýmisskonar, sem og til Sveita t.d. / en þær eru flestar svo siðprúðar, að vilja ekki láta bendla sig við niðurnízlu Bjarna Engeyings Benediktssonar og félaga, fremur en sams konar flokka aðra, hér á landi.

Blúndukerlingar íslenzkra stjórnmála - sbr. ofan nefndar, innan þíns flokks Sigurður, sem og í brottu stroknar frá hinni dæmalausu Valhöll ykkar, nærast yfirleitt á kjaptasögum (sönnum: sem lognum) dægrin löng:: sem og þrásetu við skrifborð ótölulegs fjölda nefnda og stýrihópa, á sama tíma og mætar kynsystur þeirra, skapa hin raunverulegu verðmæti, til Sjávar og Sveita.

Þeim síðast nefndu: ber óskoruð virðingin / hinum fyrrnefndu aptur á móti sneypan og skömmustulegheitin, Sigurður minn !

Með beztu Kúómingtang (Chiangs heitins Kai- shek 1887 - 1975) kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi utanverðu, engu: að síður /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.9.2016 kl. 17:34

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Már. Bestu þakkir fyrir innlitið. En heldurðu að „blokkerað“ íhald geti ekki verið lýðræðislega þenkjandi og hlyntur jafnrétti?

Jú, er að vinna í því að verða víðsýnni. Tek þig til fyrirmyndar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.9.2016 kl. 19:13

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Eric, þetta kemur fram í fréttinni:

Segja þær að það hafi sannað sig í próf­kjör­um síðustu vikna að próf­kjör skili ekki endi­lega góðum niður­stöðum þó þau séu lýðræðis­leg fyr­ir þann þrönga hóp sem taki þátt í þeim. „Það er kom­inn tími til að horf­ast í augu við það að próf­kjör eru úr­elt leið við val á lista."

Held að það sé varla hægt að skilja þetta á annan hátt en sem ég segi frá í pistlinum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.9.2016 kl. 19:21

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, Einar S. Hálfdánarson. Auðvitað vantar allar upplýsingar um kjósendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Það er miður. Það er hins vegar bara í Pírataflokknum sem opinberað er hverjir kjósa og hvað þeir kjósa.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.9.2016 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband