Greining á ţeim sem mótmćltu á Austurvelli í gćr

Ţriđji dagur mómćla á Austurvelli var í gćr. Ég fór ţangađ ásamt vinstri sinnuđum vini mínum sem taldi sig endilega ţurfa ađ sýna samstöđu. Mér fannst í lagi ađ fara međ enda alltaf gaman ađ vera í mannfagnađi. Hins vegar var ég ekki ađ mótmćla. Forsćtisráđherrann virtist vera farinn frá og ég var ţokkalega sáttur.

Svo fór eins og mig grunađi ađ hópurinn á Austurvelli skiptist í ţrennt. Stór hluti var ađ mótmćla ríkisstjórn sem hann hafđi aldrei kosiđ, hafđi aldrei líkađ viđ og var alla tíđ á móti. Til hans heyrir Illugi Jökulsson, rithöfundur og gamall kunningi. Hann barđi af viti á álgrindurnar en ekki striti, afar taktfast og lét engan bilbug sjá á sér.

Svo voru ţađ mótmćlendurnir sem stóđu hjá, mótmćltu međ viđveru sinni, kjöftuđu viđ vini og kunningja, hlógu og skemmtu sér hiđ besta. Einn af ţeim sem ég kom auga á var Stefán Benediktsson, fyrrum kennari minn úr MR, og landvörđur í Skaftafelli, eđalkrati. Hann hefur aldrei kosiđ Sjálfstćđisflokkinn eđa Framsóknarflokkinn, er andstćđingur ríkisstjórnarinnar og myndi ábyggilega aldrei viđurkenna ađ neitt gott gćti komiđ frá henni.

Svo var ţađ ţriđji hópurinn, svona lýđur eins og ég. Ţetta voru ţeir sem komu af einskćrri forvitni, vildu sjá mann og annan. Ţarna sá ég nokkra íhaldsdurga og frjálshyggjumenn sem röltu á milli manna og skemmtu sér ábyggilega eins og vinstrisinnarnir. Gćti trúađ ađ ţetta hafi veriđ 5 til 10% af mannfjöldanum.

Ekki má gleyma útlendu ferđamönnunum. Ţeir voru nokkrir ţarna, sumir sátu fyrir utan veitingahús og sötruđu bjór, ađrir röltu međ bjórinn sinn um forugan Austurvöll og veltu ábyggilega fyrir sér mannlegu eđli.

Loks má spyrja hverja vantađi á Austurvöll. Jú, alla ţá almennu borgarar úr flestum ef ekki öllum flokkum sem ţótti ţađ nóg ađ forsćtisráđherrann segđi af sér. Í gćr voru um tvö til ţrjú ţúsund manns sem iđkuđu mótmćli. Á mánudaginn voru á Austurvelli um 20.000 manns samkvćmt ţví sem lögreglan segir. Sé ţađ rétt eru hugsanlega um 17.000 manns af ţeim sem mótmćltu bara ágćtlega sáttir viđ afsögn forsćtisráđherra - eđa nenntu ekki ađ koma.

Viđ félagarnir gengum um Austurvöll í tćpan klukkutíma. Loks samţykktum viđ einróma ađ nóg vćri mótmćlt, svona ađ međaltali, fórum á veitingastađa og fengum okkur bjór. Ţađ reyndist góđ hugmynd.


Bloggfćrslur 7. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband