Píratinn McCarthy sem talar tungum tveim

SmáriNýkjörinn ţingmađur Pírata, Smári McCarthy, gerđi fyrir hönd Pírata tilraun til ađ mynda ríkisstjórn á Íslandi. Flokkurinn ćtlar sér ađ breyta íslenskum stjórnmálum til betri vegar.

Ástćđa er til ađ draga einlćgni mannsins í efa og ţar af leiđandi flokksins.

Götustrákar vaxa úr grasi og flestir breytast. Ţeir lćra nýja siđi, ţroskast og lćra samskipti. Ađrir eru ţó til sem ekkert nýtt lćra og halda sig viđ ţađ sem ţeir best kunna og tileinkuđu sér á götunni. Ţar gildir hávađinn, lćtin, eineltiđ, ofbeldiđ ...

Síst af öllu rökrćđur, yfirvegun kurteisi og gott viđmót.

Sá sem lćtur hafa eftir sér formćlingar á borđ viđ ţćr sem birtast á međfylgjandi mynd af Twitter getur varla veriđ vel innrćttur.

Látum vera ţó verđandi forseti Bandaríkjanna sé illa ţokkađur og jafnvel vondur. Sá sem kann ekki ađ stilla orđum sínum í hóf á ekki ađ sitja á Alţingi Íslendinga. Og ţar ađ auki bendir orđalag ţingmannsins til ţess eins ađ hann sé ekki vel ađ sér í enskri tungu, ţrátt fyrir eftirnafniđ. Mjög auđveldlega er hćgt ađ tjá skođanir sínar á ensku án ţess ađ nota ţetta heimskulega „f“ orđ. Notkun ţess sýnir bara innrćtiđ.

Á vefritinu stundin.is skrifar Smári McCarthy, núverandi alţingismađur:

Hvers vegna ţjóđarsálin er svo heiftug? Hvers vegna er svona erfitt fyrir fullorđiđ fólk ađ eiga samtal án ţess ađ úr verđi gífuryrtur leđjuslagur?

Síđar í sömu grein segir mađurinn:

En ég óttast ađ ef samfélagsumrćđan bćđi á Alţingi og í fjölmiđlum fer ekki ađ batna mun lítiđ duga til langs tíma ađ óska eftir skynsömum umrćđum.

Ţađ mun koma sá tími ţar sem enginn hreinlega man hvernig á ađ fćra rök fyrir máli sínu, vera kurteis og gagnrýninn, og jafnvel stafsetja einföldustu orđ.

Já, ţetta er sami mađurinn og skrifađi textann sem birtist á myndinni hér fyrir ofan. Hann er skrifađur 28. desember 2015, ađeins rúmum hálfum mánuđi eftir ađ hann formćlti Donald Trump.

Er hćgt ađ treysta svona manni? Er hćgt ađ treysta Pírötum?

Einn daginn formćlir hann frambjóđenda í forsetakjöri í útlöndum og annan daginn hvetur hann til hófstilltrar umrćđu hér innanlands. 

Á hreinni íslensku er svona mađur kallađur tvöfaldur, tali tungum tveim, sé óútreiknanlegur.

Slíkum er ekki treystandi, síst af öllu á löggjafarţinginu.

Myndina af Twitter er fengin af grein á vefritinu pressan.is ţar sem fjallađ er um ţingmanninn.


Víkverji og járnhylkin

Karíus og BaktusVíkverji er nafniđ á skemmtilegum dálki í Morgunblađinu. Í honum túlka blađamenn hugsun sína, stundum á fjölbreyttan og skemmtilegan máta eins og í dag. Höfundurinn leggur út af Karíus og Baktusi ţeim bráđfyndnu karakterum í sögu hins norska Thorbjörn Egner. 

Ţeir kumpánar eru fulltrúar ţeirra eyđingarafla sem skemma tennur mannfólks og vilja ekkert meir en sykurmeti, sem allir vita ađ er afar óhollt gott. 

Dálkur Víkverja er stuttur og ţví er hér tekiđ ţađ Bessaleyfi ađ birta hann í heild:

Dagur og HjálmarKaríus og Baktus leynast víđa. Ţađ fyrsta sem Víkverja dettur í hug í ţví sambandi er frásagnirnar endalausu af ráđsmönnunum, sem helst ber á góma í tengslum viđ eyđileggingu og holur og berja göt í allt sem heilt er ađ hćtti norsku brćđranna.

Karíus og Baktus leynast víđa. Ţađ fyrsta sem Víkverja dettur í hug í ţví sambandi er frásagnirnar endalausu af ráđsmönnunum, sem helst ber á góma í tengslum viđ eyđileggingu og holur og berja göt í allt sem heilt er ađ hćtti norsku brćđranna.

Annar ráđsmannanna sá til ţess í ađdraganda jóla ađ fjölmiđlar birtu af honum myndir međ öxina á lofti viđ eyđingu skóga og hinn hélt sig viđ eyđingu gatna. Hugsunarháttur ţeirra kemur vel í ljós í ţýđingu Huldu Valtýsdóttur:

Kóngalífi lifum viđ,
látum aldrei Jens fá friđ,
höggvum, höggvum nótt og dag ...

Í sögunni um Karíus og Baktus var brćđrunum norsku refsađ eins og vera ber en í raunveruleikanum leika hinir íslensku enn lausum hala. Ţó ekki á hjóli, ţví enginn hefur sést á hjóli undanfarna daga í borginni, ekki einu sinni á Kemstvallagötu, Ervallagötu eđa Finnstvallagötu.

Á jólum átu margir og drukku sem mest ţeir gátu en eftir sátu sölumennirnir međ sárt enniđ í huga ráđsmanna. Til hvers ađ bjóđa upp á ţessar vörur, ţegar ţćr seljast eins og heitar lummur? heyrđist spurt hjá ţeim í ráđhúsinu, ađ sögn.

Tvímenningarnir, sem öllu ráđa í borginni, hafa haft ţetta hugfast allt kjörtímabiliđ. Til hvers ađ bjóđa upp á mat í leikskólum ţegar börnin klára alltaf af disknum? Til hvers ađ hreinsa götur og stíga ef ţau fyllast aftur af drullu og skít?

Til hvers ađ tćma ruslatunnur ef ţćr fyllast alltaf aftur? Til hvers ađ vera međ flugbraut ef hún er ađeins notuđ til ţess ađ bjarga mannslífum? Til hvers ađ bćta viđ nýjum akreinum ţegar ökumenn bíla nota ţćr bara til ţess ađ greiđa fyrir umferđ og komast leiđar sinnar?

Samgöngukerfi er ekki til ţess ađ koma ţessum járnhylkjum á milli stađa, sagđi ráđsmađurinn og ţar viđ situr, ţegar áriđ 2017 er handan viđ horniđ. Thorbjörn Egner hafđi annađ í huga.

Minni í leiđinni á ţennan pistil.


ESB, rakettur og múlasnar ...

BrennaSkömmu fyrir áramót tilkynntu fréttamenn ađ ESB hefđi ákveđiđ ađ Íslendingum skyldi hér eftir vera óheimilt ađ skjóta á loft tilteknum gerđum flugelda á gamlaárskvöldi.

Svo segir í leiđara Morgunblađs dagsins. Í honum er fjallađ um skrifrćđi Evrópusambandsins, já ţess hins sama og Samfylkingin Vinstri grćnir og fleiri flokkar vildu ađ Ísland sameinađist.

Í ESB ráđa kommissarar sem bera enga lýđrćđislega ábyrgđ. Ţeir stjórna og gefa út lög og reglur sem ríkjum sambandsins ber ađ samţykkja og skrifa undir. Ekkert ríki hefur rétt til ađ breyta ţeim eđa laga ţau ađ ađstćđum í landi sínu. Ţess vegna gilda hér lög um múlasna.

Hversu asnalegt sem ţađ nú er mega Íslendingar ekki skjóta upp tilteknum tegundum flugelda á gamlaárskvöldi, eins og segir í leiđara Morgunblađsins. Ţar segir ennfremur:

Engin flugbjörgunarsveit hefur selt flugelda sem ná til meginlands Evrópu. Ţetta mál kemur búrókörlum í Brussel og kerlingum ţeirra ekkert viđ. Hvers vegna í ósköpunum kysstu menn auđmjúkir ţennan ómerkilega vönd eins og hina. Vissulega hafa verri mál veriđ kjössuđ.

En eru flugeldar á íslensku gamlaárskvöldi ţúsund kílómetra „frá Evrópu“ svo notađur sé frasi búrókrata, ekki úr seilingarfjarlćgđ ţeirra? Íslendingum er heimilt ađ gera ekkert međ ţvćlu af ţessu tagi. ESB má ţá grípa til „gagnráđstafana.“

Endilega ađ láta sambandiđ gera ţađ, svo ađ skrípaleikurinn blasi viđ öllum.

Ţetta litla mál er táknrćnt. Ţađ sýnir ađ embćttiskerfiđ er stjórnlaust og ađ ístöđulausir stjórnmálamenn eru gagnslausir á vaktinni.

Engum dettur í hug ađ mótmćla heimskulegum skipunum frá ESB, hvađ ţá ađ hafa ţćr ađ vettugi.

Er nú ástandiđ á Íslandi orđiđ slíkt ađ viđ tökum möglunarlaust viđ skipunum ađ frá meginlandi Evrópu, breytum siđum og venjum til ađ ţóknast ţeim sem eru svo langt frá okkur og hafa um margt ţarfara ađ hugsa en flugeldaskot okkar á gamlaárskvöld?

Nćst má búast viđ ţví ađ bannađ verđi ađ borđa kćsta skötu, svokallađur ţorramatur verđi aflagđur, bannađ verđi ađ ganga á fjöll eftir sólsetur í Brussel, brennur verđi bannađar, rekstur björgunarsveita verđi bannađar nema í ţeim séu starfsmenn á fullum launum og svo má lengi telja upp ţađ sem viđ höfum á annan hátt en ţeir í Evrópu.

Má vera ađ viđ höfum ekki ţrek til ađ berjast á móti tilskipunum frá Brussel vegna ţess ađ EES samningurinn međ kostum og göllum geri okkur vćrukćr og viđ höfum gleymt ađ Ísland er sjálfstćtt ríki og viđ séum ein ţjóđ. Ţá erum viđ líka bölvađir múlasnar og eigum ekkert betra skiliđ heldur en ístöđulausa stjórnmálamenn sem ţykjast standa vaktina.

 

 

 

 

 


Bloggfćrslur 30. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband