Talsmáti framkvćmdastjóra Icelandair hótela

Já, Canopy by Hilton og viđ erum fyrsta hóteliđ worldwide og Reykjavík er up and coming áfangastađur sem ađ komandi kynslóđir elska međ náttúruna okkar og kúlturnum okkar og ţar af leiđandi var ţetta bara svona match made in heaven ađ viđ myndum verđa fyrsta destinationiđ til ađ opna hóteliđ.

Egill Helgason, dagskrárgerđarmađur, vekur í pistli athygli á ofangreindum orđum framkvćmdastjóra Icelandair hótela í viđtali viđ Stöđ2, sjá hér. Sagt er frá opnum hótels sem ekki er einu einnig hćgt ađ durslast til skíra íslensku nafni.

Er ţađ annars ekki rétt munađ hjá mér ađ flugvélar Icelandair eru skírđar rammíslenskum sérnöfnum? Hvađ hefur breyst hjá fyrirtćkinu?

Sannast sagna er alveg grátbroslegt ađ fylgjast talsmáta fjölda fólks sem vart getur tjáđ sig á íslensku öđru vísi en međ enskuslettum. Yfirleitt veldur einhver minnimáttarkennd ţessu. Ég man til dćmis ekki eftir ţví ađ forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, hafi slett ensku í ţeim útvarps- eđa sjónvarpsviđtölum sem ég hef heyrt. Er eitthvađ ađ breytast hjá Icelandair?

Enskan sćkir á íslenskt mál, rýrir ţađ og breytir ţví. Vandamál bćđi fullorđinna og einnig ungs fólks er kćruleysi á borđ viđ talsmáta framkvćmdastjórans hér ađ ofan, rýr orđaforđi sem er afleiđing minnkandi bóklesturs og almenn andskotans leti.

Ó ... svo gleymdi ég nefna ađ nefna ţykistuleikinn, ađ sletta ensku til ađ sýnast vera eitthvađ annađ og meira en fólk í raun og veru er.


Hvađ annađ en ađ skora mark?

Skor er m.a. stigafjöldi í íţróttakeppni. Sögnin ađ skora, um ţađ ađ ná árangri, hefur ekki öđlast fullan tilverurétt en sést ţó oft: „Ísland skorar hátt í alţjóđlegum samanburđi.“ Viđ erum ţá ofarlega á blađi eđa lista, fáum háa einkunn, erum framarlega eđa í fremstu röđ. Nú, eđa hátt metin.

Svo segir í frábćrum dálki í Morgunblađinu. Ég hnautum ţó í dag um ađ ţar er sagt ađ sögnin ađ skora hafi ekki náđ fullum tilverurétti, líklega á höfundurinn viđ íslenskt mál.

Skyldi mađurinn aldrei hafa heyrt um ađ fótboltamenn skori mark? Varla er hćgt ađ orđa einn atburđ skýrar.

Ţetta orđ hefur veriđ međ fullan tilverurétt í íslensku máli frá ţví ég man eftir mér og ábyggilega í langan tíma fyrir mína daga.

Víst er ţađ úr ensku; „gain (a point, goal, run, etc.) in a competitive game: McCartney scored a fine goal“.

Á móti má benda á ađ til dćmis nafnorđiđ togari er komiđ beint úr ensku og hefur öđlast hér tilverurétt. Fletti orđinu upp í netorđabók og fékk međal annars nokkuđ forvitnilega skýringu um upprunann:

„Mid 16th century (as a verb): probably from Middle Dutch traghelen ‘to drag’ (related to traghel ‘dragnet’), perhaps from Latin tragula ‘dragnet“.

Flestir Íslendingar vita hvađ dragnet er. Margir hefa veriđ á dragnetaveiđum (ekki er ţó átt viđ ađ tilgangurinn sé ađ veiđa dragnet, heldur í ţađ).

 


Illa hönnuđ göngubrú virkar eins og stífla

FyrirJákvćtt er ađ borgaryfirvöld skuli hafa sett brýr yfir Elliđaárnar, ađra rétt fyrir ofan gamla og ljóta rafstöđvarhúsiđ og hina viđ göngin undir Reykjanesbrautina.

Vandinn er bara sá ađ í vatnavöxtum hefur vestari áin alltaf flćtt úr farvegi sínum viđ undirgöngin.

Á međfylgjandi mynd sem tekin var 8. október 2015 sést hvernig flćđir upp úr farveginum. Ţarna var auđvitađ ófćrt enda fáir sem hvort eđ er fóru ţarna um. 

Síđan var byggđ brú á ţessum stađ og ađstćđur gjörbreyttust. Hönnuđir vissu greinilega ekki ađ vatnavextir hćkka yfirborđ á, annars hefđu ţeir haft brúna bogadregna eđa hćkkađ hana örlítiđ.

eftirŢess vegna er hún fyrirstađa ţegar vex í ánni, rétt eins og sést á međfylgjandi mynd sem tekin var 14. október 2016. Einnig má hér benda á góđa mynd á mbl.is.

Brúin er breiđ og góđ og er í beinu framhaldi af göngu- og hjólastígunum. Gallinn er bara sá ađ hún tekur á sig vatn, virkar eins og stífla, og veitir ţví ađ hluta ađ mynni undirganganna sem liggja ađeins lćgra og ţar myndast stundum stór pollur, gangandi og hjólandi umferđ til leiđinda.


mbl.is Vatnsyfirborđiđ nćrri brúnni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 21. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband