Hvað annað en að skora mark?

Skor er m.a. stigafjöldi í íþróttakeppni. Sögnin að skora, um það að ná árangri, hefur ekki öðlast fullan tilverurétt en sést þó oft: „Ísland skorar hátt í alþjóðlegum samanburði.“ Við erum þá ofarlega á blaði eða lista, fáum háa einkunn, erum framarlega eða í fremstu röð. Nú, eða hátt metin.

Svo segir í frábærum dálki í Morgunblaðinu. Ég hnautum þó í dag um að þar er sagt að sögnin að skora hafi ekki náð fullum tilverurétti, líklega á höfundurinn við íslenskt mál.

Skyldi maðurinn aldrei hafa heyrt um að fótboltamenn skori mark? Varla er hægt að orða einn atburð skýrar.

Þetta orð hefur verið með fullan tilverurétt í íslensku máli frá því ég man eftir mér og ábyggilega í langan tíma fyrir mína daga.

Víst er það úr ensku; „gain (a point, goal, run, etc.) in a competitive game: McCartney scored a fine goal“.

Á móti má benda á að til dæmis nafnorðið togari er komið beint úr ensku og hefur öðlast hér tilverurétt. Fletti orðinu upp í netorðabók og fékk meðal annars nokkuð forvitnilega skýringu um upprunann:

„Mid 16th century (as a verb): probably from Middle Dutch traghelen ‘to drag’ (related to traghel ‘dragnet’), perhaps from Latin tragula ‘dragnet“.

Flestir Íslendingar vita hvað dragnet er. Margir hefa verið á dragnetaveiðum (ekki er þó átt við að tilgangurinn sé að veiða dragnet, heldur í það).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband