Eldgos í Brennisteinsfjöllum ... eða ekki

ReykjanesEnga athygli vekur að í morgun, rétt fyrir klukkan átta var jarðskjálfti við Kleifarvatn upp á 3 stig. Það þykir nokkuð mikið á þessum slóðum. Svona stórir jarðskjálftar í Kötluöskjunni eða Bárðarbungu fá umsvifalaust stríðsfyrirsagnir á vefmiðlum.

Skjálftinn var tæpan einn km frá Systrastapa en hann er gengur út í vatnið vestanvert nálægt því miðju.f

Annað sem vekur athygli leikmannsins eru skjálftahrina hefur verið í nokkrar vikur suðaustan við Fagradalsfjall. Fjallið er um átta km norðaustan við Grindavík. 

Jarðfræði Reykjaness er dálítið skrýtin. Þar eru sprungur sem hafa norður-suður stefnu. Þetta eru svokallaðar sniðgengissprungur sem þýðir að verði hreyfing í þeim fara barmar þeirra í gagnstæðar áttir.

Sex eldstöðvakerfi eru á Reykjanesskaga og fullt af gjám og misgengjum. þetta eru Reykjanes, Eldvörp-Svartsengiu, Fagradalsfjall, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og loks Hengill.

Merkilegast er að á Reykjanesi verða varla stærri jarðskjálftar en sem sex stiga. Sú kenning er uppi og hefur líklega verið sönnuð að skjálfti í einu kerfi geti búið til spennu sem framkalli síðar skjálfta í næsta kerfi fyrir austan.

Leikmannsþankarnir eru á þá leiða að hugsanlega hafa skjálftarnir við Fagradalsfjall búið til mikla spennu sem olli svo stóra skjálftanum í Krýsuvíkurkerfinu í morgun. Spurningin er sú hvort að sá skjálfti hafi verið nógu stór til að losa úr allri spennu Fagradalskerfisins.

Hvað næst gerist veit enginn. Hugsanlega verður jarðskjálfti í Brennisteinsfjallakerfinu og þá er komið að „the scary moment“, staðreyndinni sem allir óttast. Sko, Brennisteinsfjallakerfið hefur lengi verið virkasta eldstöðvakerfið á Reykjanesi, mest hraun hafa runnið þaðan.

Nú er ég ekki að spá gosi á þessum slóðum nema þar verði gos á næstunni en verði það ekki er þetta bara leikmannstal ... Hef ekki hundsvit á jarðfræði.


Stjórnmálafræðingur sem malar og malar í beinni útsendingu

StjórnarmyndunarumboðiðBein útsending Ríkissjónvarpsins frá Bessastöð var vægast sagt undarleg. Þarna var fullt af fjölmiðlamönnum biðu eftir formanni Sjálfstæðisflokksins og forsetanum. Fyrir algjöra tilviljun var stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann staddur þarna.

Fyrsta spurningin sem stjórnmálafræðingurinn fékk var þessi: Hvað er líklegast að gerist núna?

Hvað er eiginlega að Ríkissjónvarpinu? Hvers vegna í ósköpunum er verið að láta einhvern stjórnmálafræðing vera að mala og mala um allt og ekkert? Eiríkur Bergmann býr ekki yfir neinni spádómsgáfu og veit ekkert í smáatriðum hvað gerist umfram okkur hin.

Allir vita að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur inn til forsetans og að loknum fundi gengur hann út. Ekki þarf stjórnmálfræðing til að lýsa skrefum Bjarna. Ekki þarf heldur stjórnmálafræðing til að lýsa möguleikum á stjórnarmyndun, þetta liggur allt fyrir og er gömul tugga og hundleiðing.

Dómgreindarbrestur fréttastofu Sjónvarpsins er hrikalegur. Hún getur ekki boðið upp á beinar útsendingar sem hafa það eitt að markmiði að láta fréttamenn mala eða stjórnmálafræðinga vera að sýna sig. Henni dugar einfaldlega að taka upp fréttamannafund Bjarna og/eða Guðna að loknum fundi þeirra og sýna svo í fréttatímum.

Og spurningarnar, maður lifandi ... Þegar spurningum er varpað til viðmælenda þurfa fréttamenn að hafa nokkuð glögga mynd af því sem þeir vilja vita. Annars verður þetta bara tilgangslaust mal. Og þannig var beina útsending.

Eiríkur, Bjarni vill ekkert segja, kvartaði fréttamaðurinn, eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins hafði gengið inn á Bessastaði án þess að ræða fyrst við fréttamenn. Þvílíkt rugl. Auðvitað vissu allir að Bjarni myndi ekki halda blaðamannafund áður en hann talaði við forsetann. Jafnvel stjórnmálafræðingar vita þetta.

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, er orðinn jafn þreyttur sem álitsgjafi eins og annar stjórnmálafræðingur var hér áður fyrr alltaf í sjónvarpi og útvarpi, Svanur Kristjánsson. Ef ekki er hægt að finna aðra álitsgjafa er ástæða til að leit út fyrir raðir stjórnmálafræðinga. Það væri nú engin goðgá að gefa aumingja Eiríki frí í svona tvö ár.

Myndin er af stjórnarmyndunarumboðinu sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skilaði inn til forsetans. Skjalið er álíka trúverðugt og fréttastofa Ríkisútvarpsins.


Bloggfærslur 15. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband