Sameining Bjartar framtíđar og Samfylkingar

Eina skynsama leiđin fyrir Samfylkinguna er ađ óska eftir sameiningu hennar og Bjartrar framtíđar, ţađ er ađ höfuđbóliđ sameinist hjáleigunni.

Í sannleika sagt er ekki auđvelt fyrir ţriggja manna flokk ađ sinna störfum sínum á Alţingi. Samfylkingin var stór flokkur og ţar innan dyra er mikil ţekking og reynsla í löggjafarvinnu og á stjórnkerfinu.

Samfylkingin getur ekki fariđ ađ dćmi Pírata og setiđ hjá í atkvćđagreiđslum međ ţađ ađ yfirskini ađ hafa ekki mannskap til ađ fylgjast međ.

Björt framtíđ er klofningur úr Samfylkingunni, báđir flokkar eru jafnađarmannaflokkar og hćgur leikur fyrir ţessa flokka ađ sameinast. Ţá yrđi ţingflokkur ţeirra sjö manns og mun auđveldara fyrir báđa ađila ađ sinna störfum sínum. Út á ţađ ganga ţingstörfin, ađ fólk leggi sig fram um ađ vinna landi og ţjóđ gagn. 

Óbreytt ástand er píratismi.


mbl.is Oddný hćttir sem formađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

BF og Viđreisn óttast Sjálfstćđisflokkinn

Úrslit ţingkosninganna voru gríđarleg vonbrigđi fyrir vinstri flokkana og nú er bersýnilegt ađ enginn vill vinna undir forsćti Sjálfstćđisflokksins, allir óttast hann og stćrđ hans, jafnvel Viđreisn skelfur.

Hugmyndir voru uppi um ađ mynduđ verđi ríkisstjórn Sjálfstćđisflokksins, Viđreisnar og Bjartrar framtíđar. Alls myndu 32 ţingmenn mynda meirihlutann. Eins manns meirihluti er alltof lítill og gengur ekki af ástćđum sem öllum ćtti ađ vera ljósar.

Vinstri grćnir, Píratar og Samfylkingin vilja ekki starfa međ Sjálfstćđisflokknum. Raunar er ţađ líka ţannig međ BF sem endurspeglast í andstöđu Óttars Proppé gegn ţví ađ Bjarni Benediktsson verđi forsćtisráđherra.

Benedikt Jóhannesson, formađur Viđreisnar, getur ekki heldur hugsađ sér ađ Bjarni Benediktsson veriđ forsćtisráđherra.

Greinilegt er ađ nú er runnin upp tíđ hrossakaupa og yfirskriftin er „Allt er betra en íhaldiđ“. Skítt međ ţjóđina.

Fjölmiđlar geta í gúrkutíđ sinni fjallađ endalaust um mögulegar stjórnarmyndanir. Eitt er ţó greinilegt öllum sem á annađ borđ hafa einhverja ályktunarhćfni: Kollin er á pattstađa. Flestir stjórnmálaflokkar neita ađ koma út úr skápnum nema Sjálfstćđisflokkurinn sé í hćfilegri fjarlćgđ frá stjórnarráđinu.

Hćgt er ađ mynda minnihlutaríkisstjórn, t.d. VG, BF og Viđreisnar međ hlutleysi Pírata og Samfylkingarinnar. Ţá ţurfa stjórnmálamenn ađ gera ţađ upp viđ sig hvort ţeir geti treyst á stuđning Pírata.

Birgitta Jónsdóttir hefur reynst vera ólíkindatól sem jafnvel samstarfsmenn hennar í ţremur flokkum átt verulega erfitt međ samstarfiđ án ţjónustu sálfrćđings. Ţví til viđbótar eru nú eru komnir ellefu Píratar á ţing, gjörsamlega óţekkt fólk, og enginn ţeirra hefur reynslu eđa ţekkingu á stjórnsýslu eđa ţingstörfum.

Eflaust kann ađ vera ađ flokkarnir velji frekar ađ vinna međ Sjálfstćđisflokknum en Pírötum ţví stuđningur ţeirra kann ađ vera ćđi dýr, svona eins og frá segir af mafíunni í amrískum bíómyndum: Hún gerir mönnum tilbođ sem ekki er hćgt ađ hafna.


mbl.is Benedikt fái umbođiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 31. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband