Sameining Bjartar framtíðar og Samfylkingar

Eina skynsama leiðin fyrir Samfylkinguna er að óska eftir sameiningu hennar og Bjartrar framtíðar, það er að höfuðbólið sameinist hjáleigunni.

Í sannleika sagt er ekki auðvelt fyrir þriggja manna flokk að sinna störfum sínum á Alþingi. Samfylkingin var stór flokkur og þar innan dyra er mikil þekking og reynsla í löggjafarvinnu og á stjórnkerfinu.

Samfylkingin getur ekki farið að dæmi Pírata og setið hjá í atkvæðagreiðslum með það að yfirskini að hafa ekki mannskap til að fylgjast með.

Björt framtíð er klofningur úr Samfylkingunni, báðir flokkar eru jafnaðarmannaflokkar og hægur leikur fyrir þessa flokka að sameinast. Þá yrði þingflokkur þeirra sjö manns og mun auðveldara fyrir báða aðila að sinna störfum sínum. Út á það ganga þingstörfin, að fólk leggi sig fram um að vinna landi og þjóð gagn. 

Óbreytt ástand er píratismi.


mbl.is Oddný hættir sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2016 kl. 17:47

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Nei takk! Ef Björt framtíð tekur við þessu afdanka liði þá er hún búin að vera.

Ómar Gíslason, 31.10.2016 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband