Umbótaríkisstjórn um hrossakaup

Katrín

Katrín Jakobsdóttir, formađur Vinstri grćnna, vill mynda umbótastjórn samkvćmt frétt á visir.is.

Alltaf er orđfćriđ skrýtiđ hjá ţessum vinstri mönnum. Í mínu orđasafni er ţađ tvímćlalaust umbótastjórn sem afrekar ţetta:

  • Kemur verđbólgunni niđur í 1%
  • Eykur kaupmátt um 8,5%
  • Fátćkt sú fjórđa lćgsta í OECD
  • Atvinnuleysi sé ţađ 3% fjórđa lćgsta í OECD
  • Jafnrétti ţađ mesta í heimi, 7. áriđ í röđ
  • Aukiđ lánshćfi ríkisins á alţjóđavettvang
  • og fleira og fleira

Niđurstađan er einfaldlega sú ađ orđfćri vinstri manna er skrýtiđ. Af markađslegum ástćđum eru ţeir hćttir ađ kenna flokka sína viđ alţýđu og brátt hćtta ţeir ađ kenna ţá viđ samstöđu eđa samfylkingu. Ţannig nafngiftir draga ekki ađ. 

Nú heitir ţađ umbótastjórn ţegar fjórir eđa fimm flokkar eiga ađ koma saman til ađ mynda ríkisstjórn og freista ţess ađ gera enn betur en núverandi ríkisstjórn hefur gert.

Flestir myndu kenna slíka ríkisstjórn viđ eitthvađ annađ. Mér dettur í hug hiđ gamla og góđa íslenska orđ hrossakaup.

 


Hinn eldklári stjórnmálafrćđingur tjáir sig spaklega

Kosningar eru uppgripatíđ fyrir stjórnmálafrćđinga. Eftir ađ hafa kosiđ kom ég heim og viti menn, enn einn stjórnmálafrćđingurinn var ţá ađ tjá sig um allt og ekkert í aukafréttatíma Stöđvar2.

Hann var spurđur álits á lélegri kjörsókn í morgun. Hinn spaki og alltsjáandi stjórnmálafrćđingurinn svarađi ţá međ ţeim orđum sem uppi munu verđa međan land byggist og verđur framvegis vitnađ í hann í skólum, vinnustöđvum, bókum og fréttaskýringaţáttum hér á landi og ábyggilega erlendis. Hann sagđi:

Ţetta gefur auđvitađ ţćr vísbendingar ađ fólk er seinna á ferđinni ...

Manni verđur hreinlega orđfall. Ţvílíkt innsći, ţekking, menntun, speki og hnyttni sem viđstöđulaust kemur frá ţessum gjörvilega frćđingi. Ég tók blauta húfuna ofan fyrir honum og hneigđi mig fyrir framan flatskjáinn.

Sumir hefđu ábyggilega hagađ sér eins og kjánar og sagst ekki geta svarađ spurningu um hvađ valdi lélegri kjörsókn. Ađrir hefđu bent á ađ verđriđ sé leiđinglegt. Enn ađrir hefđu ábyggilega tjáđ sig á allt annan hátt og gert sig ađ kjána. En ekki stjórnmálafrćđingurinn, hann er flottastur. Honum er aldrei orđs vant. Ţvílíkt rennerí orđa.


Bloggfćrslur 29. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband