Hinn eldklári stjórnmálafrćđingur tjáir sig spaklega

Kosningar eru uppgripatíđ fyrir stjórnmálafrćđinga. Eftir ađ hafa kosiđ kom ég heim og viti menn, enn einn stjórnmálafrćđingurinn var ţá ađ tjá sig um allt og ekkert í aukafréttatíma Stöđvar2.

Hann var spurđur álits á lélegri kjörsókn í morgun. Hinn spaki og alltsjáandi stjórnmálafrćđingurinn svarađi ţá međ ţeim orđum sem uppi munu verđa međan land byggist og verđur framvegis vitnađ í hann í skólum, vinnustöđvum, bókum og fréttaskýringaţáttum hér á landi og ábyggilega erlendis. Hann sagđi:

Ţetta gefur auđvitađ ţćr vísbendingar ađ fólk er seinna á ferđinni ...

Manni verđur hreinlega orđfall. Ţvílíkt innsći, ţekking, menntun, speki og hnyttni sem viđstöđulaust kemur frá ţessum gjörvilega frćđingi. Ég tók blauta húfuna ofan fyrir honum og hneigđi mig fyrir framan flatskjáinn.

Sumir hefđu ábyggilega hagađ sér eins og kjánar og sagst ekki geta svarađ spurningu um hvađ valdi lélegri kjörsókn. Ađrir hefđu bent á ađ verđriđ sé leiđinglegt. Enn ađrir hefđu ábyggilega tjáđ sig á allt annan hátt og gert sig ađ kjána. En ekki stjórnmálafrćđingurinn, hann er flottastur. Honum er aldrei orđs vant. Ţvílíkt rennerí orđa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ef viđ hefđum fleiri slíka spekinga ţyrftum viđ ekki ađ kvíđa framtíđinni laughing

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.10.2016 kl. 13:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband