Ósamstæðir og ósamvinnuþýðir vinstri flokkar

VinstriÞetta gæfulega fólk sem er á mynd úr frétt Morgunblaðsins hefur fundað undanfarna daga og ætlað að búa til ríkisstjórn fyrir kosningar. 

Þessir vinstri flokkar virðast ekki ætla að ná meirihluta í þetta skiptið. 

Samkomulagið í ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili var hörmulegt. Fjöldi þingmanna hrökklaðist áburt undan ofríki Steingríms og Jóhönnu.

Píratar eru óskrifað blað en ekki var samkomulagið gott í litla flokknum á þessu kjörtímabili. Sálfræðing þurfti til að ganga á milli þeirra.

Áður hét flokkurinn Borgarahreyfingin og þá gekk samstarfið ekki heldur vel. Þrír þingmenn rægðu þann fjórða svo illa að hann hrökklaðist helsærður úr flokknum Eftir það kallaðist flokkurinn Hreyfingin sem er líklega réttnefni. Sálfræðingar munu ábyggilega hafa nóg að gera hjá Pírötum á næsta kjörtímabili.

Vilji svo óheppilega til að þessir fjórir flokkar nái að mynda ríkisstjórn með meirihlutafylgi á Alþingi verður fróðlegt að sjá hvernig þeim gengur að vinna saman.

Varla vilja kjósendur taka áhættuna á því að fá þessa fjóra flokka í eina ríkisstjórn til þess eins að gera tilraunir með hagsmuni þjóðarinnar.


Vörumst Viðreisn, Iceave-hákarlinn

IcesaveStundum grípa menn til hræðsluáróðurs og þá helst þeir sem hafa vondan málstað að verja. Fyrir fimm árum var sett nýtt met í lágkúru í þeim efnum þegar Icesave hákarlinn var kynntur til sögunnar. Á bak við hann stóð Áfram hópurinn sem auglýsti grimmt og eyddi milljónum og aftur milljónum í að berjast gegn málstað Íslands.

Þetta segir Haraldur Hansson, á bloggi sínu. Hann varar fólk við Viðreisn, fólkinu sem barðist gegn málstað Íslands. 

Og Haraldur segir og vísar til hákarlsins á myndinni:

Að Icesave hákarlinum stóðu m.a. Benedikt Jóhannesson, Hanna Katrín Friðriksson og Dóra Sif Tynes, sem nú eru öll í framboði fyrir hákarlinn Viðreisn.

Þeim þótti sanngjarnt verð fyrir farmiða til Brussel að dæma þjóðina til fátæktar í nokkrar áratugi. Þeirra stóri draumur er enn að koma Íslandi inn í Evrópusambandið.

Gerum eins og Haraldur, vörumst Viðreisn. Fólkið sem ætlaði okkur að kyngja Icesave samningunum. Benedikt og fleiri reyndust hafa rangt fyrir sér. Íslendingar greiddu ekki skuldir vanskilamanna og þeirri ákvörðum tókst ekki að hnekkja fyrir Evrópudómstólnum.

Þjóðin rasskellti flokkana Icesave flokkana í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og einum þingkosningum. Þannig virðist það ætla að verða núna. Viðreisn, Samfylkingin og Björt framtíð eru með svipað fylgi. Allir þessir flokkar eru á mörkum þess að ná kjöri í kosningunum á morgun.

Þjóðin vill ekki ganga í Evrópusambandið. Haraldur Hansson orðar þetta á einstaklega spaugilegan hátt:

Það er eitthvað svo táknrænt fyrir vantrú Viðreisnar á þjóðinni að velja listabókstafinn C, sem er ekki notaður í íslensku.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn verður sigurvegari kosninganna á morgunn. Skoðanakönnunum Gallup sem Ríkisútvarpið kynnti í dag, og könnun 365 miðla, virðast bera nokkuð vel saman.

Samkvæmt Gallup verður niðurstaðan þessi (niðurstöður 365 miðla innan sviga):

  1. Sjálfstæðisflokkurinn 27% (27,3%)
  2. Píratar 17,9% (18,4%)
  3. Vinstri græn 16,5% (16,4%)
  4. Framsóknarflokkurinn 9,3% (9,9%)
  5. Viðreisn 8,8% (10,5%)
  6. Samfylkingin 7,4% (5,7%)
  7. Björt Framtíð 6,8% (6,3%)

Greinilegt er að Píratar hirða fylgið af Samfylkingunni og jafnvel Bjartri framtíð. 

Píratar hafa aftur á móti ekki geta haldið fylginu sem fyrri skoðanakannanir virtust sýna að þeir hefðu frá Vinstri grænum.

Merkustu tíðindin eru án efa þau að kratar í Samfylkingunni og Bjartri framtíð hafa í sautján ár talað um breytingar á íslensku þjóðfélagi. Þær breytingar hafa einkum orðið þær að Alþýðuflokkurinn er ekki lengur til og Samfylkingin og Björt framtíð eru við það að falla út af þingi.

Þjóðin er greinilega ekki sammála þessum tveimur flokkum sem virðast vera að deyja innan frá Samfylkingin færði sig of langt til vinstri og munurinn á henni og Vinstri grænum var orðinn heldur lítill. 

Kratar hafa líklega fengið nóg af innanbúðarvandræðum Samfylkingarinnar og láta sig hverfa, þegjandi og hljóðalaust.

Vinstri kratar eru aftur komnir til Vinstri grænna þar sem þeir eiga heima. Miðjukratar og hægri kratar eru sumir hverjir komnir yfir í Viðreisn og bíða það upprisu ESB, Evru og annarra stefnumála krata.

Og ... fjölmargir hægri kratar eru komnir yfir í Sjálfstæðisflokkinn sem og fjöldi miðjumanna úr Framsóknarflokknum. Sjálfstæðisflokknum er greinilega treyst. 

Spá mín er að Sjálfstæðisflokkurinn fari yfir 30% í kosningunum á morgun. 

 

 


Glæstur ferill Illuga í stjórnmálum

IllugiÞetta þarfa og tímabæra framtak mun þegar hjá líður standa sem einn af merkustu bautasteinum ráðherratíðar Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kveður nú stjórnmálin eftir glæstan feril.

Hann hefur að auki m.a. beitt sér fyrir auknum framlögum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stofnun nýs Hljóðritasjóðs, endurreisn Innheimtumiðstöðvar gjalda af höfundarvörðu efni, stutt myndarlega við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, þ.m.t. Útflutningsjóð íslenskrar tónlistar, tryggt Íslensku óperunni rekstrarframlög til 5 ára og almennt reynst stétt tónlistarfólks og tónlistarunnenda afar öflugur haukur í horni.

Það hefur lengi verið í tísku hjá stjórnarandstöðunni að úthúða Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra, fyrir embættisverk hans. Fáir menntamálaráðherrar hafa þó reynst betur og hefur Illugi. 

Ofangreind tilvitnun er úr grein í Fréttablaðinu í dag og er eftir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmann, og Víking Heiðar Ólafsson, píanóleikara. Sá fyrrnefndi hefur hingað til ekki verið hallur undir Sjálfstæðisflokkinn en hikar þó ekki við að hæla Illuga. Í tilvitnuninni fagna höfundar þessum áfanga sem þeir nefna bautastein.

Það eru því mikil gleðitíðindi að þetta skuli nú hafa gengið farsællega eftir og að frá og með næsta skólaári standi tónlistarnemendum hérlendis til boða ný námsbraut sem gerir þeim kleift að ljúka framhaldsskólanámi í einum sameinuðum skóla með tónlist sem aðalfag.

Ekki nóg með það, báðir þessir ágætu tónlistamenn taka svo djúpt í árinni að segja feril Illuga í stjórnmálum sé glæstur ...

Heiður þeim sem heiður ber.

Í Morgunblaði dagsins er meðfylgjandi mynd og með henni segir meðal annars: 

Helstu forystumenn í samtökum tónlistarmanna hér á landi héldu kveðjuhóf í Hannesarholti í gær fyrir Illuga Gunnarsson, sem lætur af störfum sem mennta- og menningarmálaráðherra og hverfur af þingi. Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar var þetta gert til að þakka Illuga fyrir framlag hans til tónlistarinnar á liðnu kjörtímabili.

Illugi er hæglátur og kurteis maður. Hann fer ekki með himinskautum í starfi sínu sem ráðherra eða þingmaður. Einkenni hans eru að auki að hann er málefnalegur og sanngjarn. Í raun eru má líta á þessa kosti sem galla því þegar ráðist er á hann með offorsi svarar hann aldrei í sama máta. Hann rökræðir og hættir svo þegar þeir sem reyna að narta í hæla hans reynast ekki orðanna virði.

Sjálfstæðismenn sjá eftir góðum dreng úr stjórnmálunum og greinilegt er að fleiri sakna hans.


Bloggfærslur 28. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband