Glæstur ferill Illuga í stjórnmálum

IllugiÞetta þarfa og tímabæra framtak mun þegar hjá líður standa sem einn af merkustu bautasteinum ráðherratíðar Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kveður nú stjórnmálin eftir glæstan feril.

Hann hefur að auki m.a. beitt sér fyrir auknum framlögum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stofnun nýs Hljóðritasjóðs, endurreisn Innheimtumiðstöðvar gjalda af höfundarvörðu efni, stutt myndarlega við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, þ.m.t. Útflutningsjóð íslenskrar tónlistar, tryggt Íslensku óperunni rekstrarframlög til 5 ára og almennt reynst stétt tónlistarfólks og tónlistarunnenda afar öflugur haukur í horni.

Það hefur lengi verið í tísku hjá stjórnarandstöðunni að úthúða Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra, fyrir embættisverk hans. Fáir menntamálaráðherrar hafa þó reynst betur og hefur Illugi. 

Ofangreind tilvitnun er úr grein í Fréttablaðinu í dag og er eftir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmann, og Víking Heiðar Ólafsson, píanóleikara. Sá fyrrnefndi hefur hingað til ekki verið hallur undir Sjálfstæðisflokkinn en hikar þó ekki við að hæla Illuga. Í tilvitnuninni fagna höfundar þessum áfanga sem þeir nefna bautastein.

Það eru því mikil gleðitíðindi að þetta skuli nú hafa gengið farsællega eftir og að frá og með næsta skólaári standi tónlistarnemendum hérlendis til boða ný námsbraut sem gerir þeim kleift að ljúka framhaldsskólanámi í einum sameinuðum skóla með tónlist sem aðalfag.

Ekki nóg með það, báðir þessir ágætu tónlistamenn taka svo djúpt í árinni að segja feril Illuga í stjórnmálum sé glæstur ...

Heiður þeim sem heiður ber.

Í Morgunblaði dagsins er meðfylgjandi mynd og með henni segir meðal annars: 

Helstu forystumenn í samtökum tónlistarmanna hér á landi héldu kveðjuhóf í Hannesarholti í gær fyrir Illuga Gunnarsson, sem lætur af störfum sem mennta- og menningarmálaráðherra og hverfur af þingi. Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar var þetta gert til að þakka Illuga fyrir framlag hans til tónlistarinnar á liðnu kjörtímabili.

Illugi er hæglátur og kurteis maður. Hann fer ekki með himinskautum í starfi sínu sem ráðherra eða þingmaður. Einkenni hans eru að auki að hann er málefnalegur og sanngjarn. Í raun eru má líta á þessa kosti sem galla því þegar ráðist er á hann með offorsi svarar hann aldrei í sama máta. Hann rökræðir og hættir svo þegar þeir sem reyna að narta í hæla hans reynast ekki orðanna virði.

Sjálfstæðismenn sjá eftir góðum dreng úr stjórnmálunum og greinilegt er að fleiri sakna hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann gerði sumt vel en annað illa. Meðalmennska er það sem einkenndi hanns störf. "Glæstur ferill" er eitthvað sem á engan veginn við þennan mann sem mun vera öllum gleymdur eftir fáein misseri.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 28.10.2016 kl. 16:19

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú fagnar sem sagt ekki með tónlistarmönnunum eða hvað ...?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.10.2016 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband