Við framseljum ekki Íslendinga

Ég heyrði sögu, sem að ég held að sé sönn, um það að sendiherra Bandaríkjanna hefði gengið á fund Davíðs Oddsonar þegar Bobby var kominn til landsins. Þar var lögð fram krafa stórveldisins um að Fischer yrði framseldur. Davíð svaraði því á þessa leið: „Við framseljum ekki Íslendinga!“,“ segir Guðmundur og hlær.

Þetta segir í ágætu viðtali við Guðmund G. Þórarinsson í dv.is í dag í grein um kvikmynd um Bobby Fisher.

Guðmundur segir ennfremur í viðtalinu.

Ég hafði gaman af henni, en atburðarásin í myndinni er öðruvísi en ég upplifði og skynjaði. Það er of mikil áhersla lögð á andleg veikindi Fischers.“ Það má greinilega heyra að Guðmundur er ekki sammála þeirri söguskoðun sem myndin sýnir. „Ég tel mig hafa þekkt hann dálítið, bæði frá atburðunum 1972 en einnig heimsóttum við hvor annan þegar hann fluttist til Íslands. Hann var mjög sérvitur og hafði sérstakar skoðanir. Snilligáfa hans gerði að verkum að hann var undir smásjá fjölmiðla frá unga aldri sem var merkilegt í ljósi þess að hann forðaðist að vera í fjölmenni sem og samskiptum við fjölmiðla. En Bobby var ekki geðveikur að mínu mati. Skoðanir hans á Bandaríkjamönnum og gyðingum voru að verulegu leyti djúp sár vegna vonbrigða sem hlutust af samskiptum við þessa aðila.

Flestir muna eftiraðdragandum að því að Bobby Fisher flutti til Íslands. Guðmundur segir um það mál:

Árið 2004 var Bobby Fischer handtekinn í Japan og sat þar í fangelsi í átta mánuði en ráðgert var að framselja hann til Bandaríkjanna. Af stað fór ótrúleg atburðarás þar sem Alþingi Íslendinga, að frumkvæði Davíðs Oddssonar, veitti Fischer ríkisborgararétt og með nýprentað vegabréf honum til handa var flogið út, skákmeistarinn leystur úr haldi og flogið með hann til eyjunnar í norðri, fullkomlega í óþökk stórveldisins í vestri. Guðmundur átti þar stóran hlut að máli.

Tengt viðtalinu er spjall við Einar Kárason, rithöfund, sem hefur aðeins fram að færa kjaftasögu eftir ónefndan Bandaríkjamann:

Athygli vakti þegar Einar Kárason skrifaði pistil í DV í byrjun árs þar sem hann hafði eftir ónefndum heimildarmanni að ákvörðun Íslendinga um að veita Bobby Fischer ríkisborgararétt árið 2005 hafi haft ófyrirséðar afleiðingar. Meðal annars hafi það spilað inn í þá ákvörðun Bandaríkjanna að loka herstöðinni á Suðurnesjum árið 2006, gert Íslendingum erfitt fyrir innan Alþjóðahvalveiðiráðsins og síðast en ekki síst gert að verkum að Bandaríkjamenn höfnuðu því alfarið að veita Íslendingum lánalínur í aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008.

Svona geta menn spunnið upp með skáldaleyfi enda benda sögulegar staðreyndir á allt annað en að Bandaríkjamenn hafi reynt að hefna sín á Íslendingum fyrir þátt þeirra í að koma Fischer til aðstoðar. Raunar vissu Kanar að meðferð þeirra á Fischer var tómt rugl og átta mánaða dvöl hans í japönsku fangelsi bendir ekki til annars en að þeir hafi haft ýmislegt þarfara að gera en að berja á sérvitrum skáksnillingi.

Það þurfti svo mann með bein í nefinu að koma Fischer til aðstoðar og það var auðvitað Davíð Oddsson sem eins og svo oft áður tók af skarið. Og hann spyrnti við fótum þegar sendiherrann vildi fá Fischer framseldan vegna „glæps“ sem sem Guðmundur G. segir að hafi verið þessi:

Hann var óskabarn bandarísku þjóðarinnar og hylltur sem hetja þegar hann sneri aftur frá Íslandi sem heimsmeistari en var fljótlega rifinn niður af þeim stalli og að lokum hundeltur um allan heim fyrir engar raunverulegar sakir, nema þær að hreyfa trémenn á hvítum og svörtum reitum ...


Sá sem klúðrar er stjórnvitringur biðjist hann afsökunar

Sú góða dama, Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, gengur svo langt að segja að Dagur hafi hvorki meira né minna en „brotið blað í íslenskri pólitík með því að viðurkenna að honum og meirihlutanum hafi orðið á mistök...“ og segir: „Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir.

Já. Akkúrat. Svona viljum við hafa stjórnmálamennina. Þeir eiga að klúðra hlutunum big time, reyna svo að klóra sig útúr vandanum, hlaupa úr einu lygahorninu í annað og neyðast svo til að viðurkenna þjóðhættulega glópsku sína og stjarnfræðilegt dómgreindarleysi og muldra svo afsökunarbeiðni oní hálsmálið og málið dautt. Svona eiga menn að vera. „Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir.“ Lútum höfði í auðmýkt og færum Degi gull, reykelsi og myrru.

Sverrir Stormsker, myndlista- og tómlistamaður skrifar þetta í grein sinni í laugardagsblað Morgunblaðsins. Hann skrifar um sniðgöngutillögu meirihlutans í borgarstjórn og er ekki bar hrifinn. Óhætt er að mæla með greininni þó hún sér groddalega skrifuð er hún bráðfyndin og beitt gagnrýni í henni þegar nánar er skoðað.

Kröfurnar sem vinstrimenn gera til borgarstjóra síns, hvort sem hann heitir Jón Gnarr, Dagur Bé, Hómer Simpson eða whatever, eru mjög, mjög miklar, hvort sem fólk trúir því eða ekki. Næstum því ofurmannlegar. Þær ganga útá það að hann kunni að viðurkenna allt sitt klúður, glópsku, dómgreindarleysi, fíflsku, fúsk og fáfræði, og kunni jafnvel líka að biðjast afsökunar á afglöpum sínum í starfi. Ef hann kann þetta tvennt, og jafnvel ekkert annað, þá er hann virkilega góður og mikilhæfur borgarstjóri í þeirra augum. Mikill leiðtogi og stjórnvitringur. Jafnvel hetja.

Eflaust kunna vinstri menn ekki að meta þessa grein, kalla hana eflaust róg og rugl. Staðreyndin er nefnilega sú að það eru vinstri menn sem hafa hingað til haft einkarétt á greinum á borð við þessa.

Hlustið til dæmis á þáttinn Víðsjá á Rás eitt síðasta fimmtdag þar sem stjórnandi þáttarins er gefið skotleyfi á allt og alla undir menningarlegu yfirskini. Hann heldur því að allir séu „ljótu hálfvitarnir“ en svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé sá alversti sem til er.

Og fyrir svona bull í dagskrárgerð þarf ég og fleiri að borga með skylduáskrift, innheimt með öðrum sköttum. Enginn þarf hins vegar að lesa greinina hans Sverris Stormskers nema hann vilji.

 


Bloggfærslur 26. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband