Sá sem klúðrar er stjórnvitringur biðjist hann afsökunar

Sú góða dama, Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, gengur svo langt að segja að Dagur hafi hvorki meira né minna en „brotið blað í íslenskri pólitík með því að viðurkenna að honum og meirihlutanum hafi orðið á mistök...“ og segir: „Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir.

Já. Akkúrat. Svona viljum við hafa stjórnmálamennina. Þeir eiga að klúðra hlutunum big time, reyna svo að klóra sig útúr vandanum, hlaupa úr einu lygahorninu í annað og neyðast svo til að viðurkenna þjóðhættulega glópsku sína og stjarnfræðilegt dómgreindarleysi og muldra svo afsökunarbeiðni oní hálsmálið og málið dautt. Svona eiga menn að vera. „Þetta er það sem við höfum verið að kalla eftir.“ Lútum höfði í auðmýkt og færum Degi gull, reykelsi og myrru.

Sverrir Stormsker, myndlista- og tómlistamaður skrifar þetta í grein sinni í laugardagsblað Morgunblaðsins. Hann skrifar um sniðgöngutillögu meirihlutans í borgarstjórn og er ekki bar hrifinn. Óhætt er að mæla með greininni þó hún sér groddalega skrifuð er hún bráðfyndin og beitt gagnrýni í henni þegar nánar er skoðað.

Kröfurnar sem vinstrimenn gera til borgarstjóra síns, hvort sem hann heitir Jón Gnarr, Dagur Bé, Hómer Simpson eða whatever, eru mjög, mjög miklar, hvort sem fólk trúir því eða ekki. Næstum því ofurmannlegar. Þær ganga útá það að hann kunni að viðurkenna allt sitt klúður, glópsku, dómgreindarleysi, fíflsku, fúsk og fáfræði, og kunni jafnvel líka að biðjast afsökunar á afglöpum sínum í starfi. Ef hann kann þetta tvennt, og jafnvel ekkert annað, þá er hann virkilega góður og mikilhæfur borgarstjóri í þeirra augum. Mikill leiðtogi og stjórnvitringur. Jafnvel hetja.

Eflaust kunna vinstri menn ekki að meta þessa grein, kalla hana eflaust róg og rugl. Staðreyndin er nefnilega sú að það eru vinstri menn sem hafa hingað til haft einkarétt á greinum á borð við þessa.

Hlustið til dæmis á þáttinn Víðsjá á Rás eitt síðasta fimmtdag þar sem stjórnandi þáttarins er gefið skotleyfi á allt og alla undir menningarlegu yfirskini. Hann heldur því að allir séu „ljótu hálfvitarnir“ en svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé sá alversti sem til er.

Og fyrir svona bull í dagskrárgerð þarf ég og fleiri að borga með skylduáskrift, innheimt með öðrum sköttum. Enginn þarf hins vegar að lesa greinina hans Sverris Stormskers nema hann vilji.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband